Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heyskapur á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit. Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður, þyrlar heyi í múga, væntanlega í þeirri von að geta rúllað áður en næsta demba hellist yfir Vesturlandið.
Heyskapur á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit. Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður, þyrlar heyi í múga, væntanlega í þeirri von að geta rúllað áður en næsta demba hellist yfir Vesturlandið.
Mynd / Lilja Guðrún Eyþórsdóttir
Fréttir 5. júlí 2018

Heyskapur gengur ýmist glimrandi vel eða afleitlega

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Í tvö horn skiptist þegar að heyskap kemur hér á landi, ýmist gengur glimrandi vel eða afleitlega. Þar skiptir eins og gefur að skilja veðrið mestu. Á norðan- og austanverðu landinu hefur gengið vel og uppskera er góð, vætutíð hefur sett strik í reikninginn á Suður- og Vesturlandi og í þeim landsfjórðungum verður ástandið alvarlegra með hverjum degi sem líður.
 
Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, segir stöðugar rigningar hafa einkennt veðurfar í  maí og júní og ástandið langt í frá gott. „Það er lítið um þurrk hér um slóðir, það kom einn dagur um daginn með sól og þerri eins og frægt er orðið og þá náðu sumir að heyja aðeins þá. Bændur hafa yfir að ráða afkastamiklum tækjum og ná miklu magni á skömmum tíma en til þess þarf veðrið að vera hagstætt,“ segir hann. Staða sunnlenskra bænda varðandi heyskap er á þann veg að sumir eru skammt á veg komnir og aðrir voru í lok júnímánaðar ekki byrjaðir að slá.
 
Þurfa ekki nema þrjá þurra daga í röð
 
„Alvarlegast í þessu öllu saman er að gæði tapast, heyin verða lakari með hverjum degi sem líður, við erum að horfa hér upp á heilmikið verðmætatap,“ segir hann og bætir við að menn reyni að setja óþurrkað hey í rúllur eða stæður sem er þá bara vothey sem hætta er á að verkist ekki eins vel og er erfiðara í allri meðhöndlun. 
 
Sveinn telur að bændur ættu að ná inn nægu magni í sumar þó upphafið lofi ekki góðu, ekki þurfi nema fáa þurra daga í röð til að ná því magni sem þarf og júlímánuður rétt hafinn. Sums staðar er gras farið að leggjast og því erfiðara að eiga við það. Fremur kalt hefur verið í veðri sem hægir á sprettu og því er þroski grasa seinni til sem betur fer eins og staðan er. „En þessi staða er sérlega slæm fyrir kúabændur sem þurfa á hágæðafóðri að halda, en við horfum upp á mikið verðmætatap hér fyrir sunnan,“ segir Sveinn. 
 
Vestlendingar halda að sér höndum, Skagfirðingar komnir vel af stað
 
Anton Torfi Bergsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Vesturlands, segir að nokkrir kúabændur á svæðinu séu búnir að slá eitthvað, en veðrið hafi vissulega verið mönnum erfitt. Spretta sé nokkuð góð og ágætt útlit hvað það varðar. „En þar sem varla hefur komið heill dagur þurr, halda margir að sér höndum,“ segir hann. 
 
Blár himinn, glampandi sól og heyrúllur á túnum í Skagafirði.
Mynd / Guðrún Lárusdóttir
 
„Heyskapur hefur gengið vel og er heyfengur í góðu meðallagi að magni,“ segir Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá RML í Skagafirði. Þar hófst heyskapur um miðjan mánuð, en af fullum krafti í kringum 20. júní.  Hann er því kominn vel af stað og fyrri slætti lokið á stöku stað.
 
Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal á Hegranesi, segir að fyrri slætti hafi lokið síðustu daga júnímánaðar og síðustu rúllum var ekið heim á föstudag í liðinni viku.
 
„Það hefur verið góð spretta í Skagafirði og viðrað vel til heyskapar. Kúabændur hér um slóðir eru sennilega flestir langt komnir eða hafa lokið fyrri slætti,“ segir Guðrún. 
 
Keyskapur í Keldudal í Skagafirði. Mynd / Guðrún Lárusdóttir
 
Líkur á að henda þurfi heyi úr seinni slætti
 
„Heyskapur í Eyjafirði hefur gengið nokkuð vel og uppskera er góð,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Raunar segir hann að nokkuð hafi verið skúrasamt og í sumum tilfellum sé orðið heldur mikið sprottið til að gæði verði eins og best verði á kosið. Hann segir að nokkuð sé um að kúabændur, fram í firði, hafi lokið fyrri eða fyrsta slætti upp úr 20. júní. „Það eru miklar líkur á að þeir sem eiga miklar fyrningar þurfi að henda umtalsverðum hluta af seinni slættinum. Uppskera hefur verið mikil nokkur ár í röð og of mikið birgðahald í heyi er dýrt,“ segir Sigurgeir.
 
Rúllað á Vestri-Reyni. Mynd / Lilja Guðrún Eyþórsdóttir
 
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...