Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heyskapur á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit. Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður, þyrlar heyi í múga, væntanlega í þeirri von að geta rúllað áður en næsta demba hellist yfir Vesturlandið.
Heyskapur á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit. Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður, þyrlar heyi í múga, væntanlega í þeirri von að geta rúllað áður en næsta demba hellist yfir Vesturlandið.
Mynd / Lilja Guðrún Eyþórsdóttir
Fréttir 5. júlí 2018

Heyskapur gengur ýmist glimrandi vel eða afleitlega

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Í tvö horn skiptist þegar að heyskap kemur hér á landi, ýmist gengur glimrandi vel eða afleitlega. Þar skiptir eins og gefur að skilja veðrið mestu. Á norðan- og austanverðu landinu hefur gengið vel og uppskera er góð, vætutíð hefur sett strik í reikninginn á Suður- og Vesturlandi og í þeim landsfjórðungum verður ástandið alvarlegra með hverjum degi sem líður.
 
Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, segir stöðugar rigningar hafa einkennt veðurfar í  maí og júní og ástandið langt í frá gott. „Það er lítið um þurrk hér um slóðir, það kom einn dagur um daginn með sól og þerri eins og frægt er orðið og þá náðu sumir að heyja aðeins þá. Bændur hafa yfir að ráða afkastamiklum tækjum og ná miklu magni á skömmum tíma en til þess þarf veðrið að vera hagstætt,“ segir hann. Staða sunnlenskra bænda varðandi heyskap er á þann veg að sumir eru skammt á veg komnir og aðrir voru í lok júnímánaðar ekki byrjaðir að slá.
 
Þurfa ekki nema þrjá þurra daga í röð
 
„Alvarlegast í þessu öllu saman er að gæði tapast, heyin verða lakari með hverjum degi sem líður, við erum að horfa hér upp á heilmikið verðmætatap,“ segir hann og bætir við að menn reyni að setja óþurrkað hey í rúllur eða stæður sem er þá bara vothey sem hætta er á að verkist ekki eins vel og er erfiðara í allri meðhöndlun. 
 
Sveinn telur að bændur ættu að ná inn nægu magni í sumar þó upphafið lofi ekki góðu, ekki þurfi nema fáa þurra daga í röð til að ná því magni sem þarf og júlímánuður rétt hafinn. Sums staðar er gras farið að leggjast og því erfiðara að eiga við það. Fremur kalt hefur verið í veðri sem hægir á sprettu og því er þroski grasa seinni til sem betur fer eins og staðan er. „En þessi staða er sérlega slæm fyrir kúabændur sem þurfa á hágæðafóðri að halda, en við horfum upp á mikið verðmætatap hér fyrir sunnan,“ segir Sveinn. 
 
Vestlendingar halda að sér höndum, Skagfirðingar komnir vel af stað
 
Anton Torfi Bergsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Vesturlands, segir að nokkrir kúabændur á svæðinu séu búnir að slá eitthvað, en veðrið hafi vissulega verið mönnum erfitt. Spretta sé nokkuð góð og ágætt útlit hvað það varðar. „En þar sem varla hefur komið heill dagur þurr, halda margir að sér höndum,“ segir hann. 
 
Blár himinn, glampandi sól og heyrúllur á túnum í Skagafirði.
Mynd / Guðrún Lárusdóttir
 
„Heyskapur hefur gengið vel og er heyfengur í góðu meðallagi að magni,“ segir Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá RML í Skagafirði. Þar hófst heyskapur um miðjan mánuð, en af fullum krafti í kringum 20. júní.  Hann er því kominn vel af stað og fyrri slætti lokið á stöku stað.
 
Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal á Hegranesi, segir að fyrri slætti hafi lokið síðustu daga júnímánaðar og síðustu rúllum var ekið heim á föstudag í liðinni viku.
 
„Það hefur verið góð spretta í Skagafirði og viðrað vel til heyskapar. Kúabændur hér um slóðir eru sennilega flestir langt komnir eða hafa lokið fyrri slætti,“ segir Guðrún. 
 
Keyskapur í Keldudal í Skagafirði. Mynd / Guðrún Lárusdóttir
 
Líkur á að henda þurfi heyi úr seinni slætti
 
„Heyskapur í Eyjafirði hefur gengið nokkuð vel og uppskera er góð,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Raunar segir hann að nokkuð hafi verið skúrasamt og í sumum tilfellum sé orðið heldur mikið sprottið til að gæði verði eins og best verði á kosið. Hann segir að nokkuð sé um að kúabændur, fram í firði, hafi lokið fyrri eða fyrsta slætti upp úr 20. júní. „Það eru miklar líkur á að þeir sem eiga miklar fyrningar þurfi að henda umtalsverðum hluta af seinni slættinum. Uppskera hefur verið mikil nokkur ár í röð og of mikið birgðahald í heyi er dýrt,“ segir Sigurgeir.
 
Rúllað á Vestri-Reyni. Mynd / Lilja Guðrún Eyþórsdóttir
 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...