Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hey frá síðasta sumri er almennt talsvert lakara en árið á undan, sem gæti hafa leitt til þess að meiri þörf hafi víða verið fyrir orkuríkt kjarnfóður í vetur. 
Hey frá síðasta sumri er almennt talsvert lakara en árið á undan, sem gæti hafa leitt til þess að meiri þörf hafi víða verið fyrir orkuríkt kjarnfóður í vetur. 
Mynd / Bbl
Fréttir 11. apríl 2022

Hey frá síðasta sumri talsvert lakara en árið á undan

Höfundur: smh

Samantekt um niðurstöður heyefnagreiningar fyrir síðasta sumar hefur verið birt á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land­bún­aðarins (RML), ásamt saman­burði við sumarið á undan. Í ljós kemur að hey frá síðasta sumri er almennt talsvert lakara en árið á undan, sem gæti hafa leitt til þess að meiri þörf hafi verið fyrir orkuríkt kjarnfóður.

Í niðurstöðunum, sem Ditte Clausen, ráðgjafi RML, hefur tekið saman, kemur fram að í samanburði við árið 2020 er próteininnihaldið í fyrri slætti 2021 almennt lægra í öllum landshlutum að meðaltali nema á Suðurlandi og orkugildið lægra í öllum landshlutum. Meltanleiki í heyjunum er einnig lakari á síðasta sumri. Ditte segir að þetta geti allt haft áhrif á að þörf sé meiri fyrir orkuríkt kjarnfóður með heyjunum til að tryggja orkuþörf hámjólka kúa.

Kalt vor, þurrkar og vætutíð

Ditte segir að skýringar á þessum niðurstöðum megi sennilega að miklu leyti tengja veðurfari, meðal annars lágu hitastigi síðasta vor um allt land, þurrviðri og hægri sprettu framan af. „Síðan verður hraður þroski grasa þegar hlýnaði og þá fór orkugildi að lækka í grösunum. Sums staðar fór sláttur hægar af stað vegna þess að útlit var fyrir heldur litla uppskeru. Svo spila þurrkar sums staðar á landinu inn í og annars staðar vætutíð sem olli því að ekki var hægt að slá á æskilegum tíma.“

Spurð um hvort ekki væri gagnlegt að fá þessar niðurstöður fyrr fram, segir Ditte að stefnt sé að því að hraða ferlinu á næsta ári. „Upplýsingarnar bárust hins vegar hverjum bónda þegar efnagreiningu á hans sýnum var lokið. Í fram­haldinu hefur hann væntanlega fengið senda að minnsta kosti grófa umsögn á niðurstöðunum frá þeim aðila sem tók sýnin – eða verið í sambandi við hann. Sumir hafa einnig fengið unna fóðuráætlun út frá niðurstöðunum.

Samantekt eins og þessi, þar sem greint er frá meðaltölum, er hæpinn grunnur fyrir einstaka bændur að haga sinni fóðrun út frá, því breytileiki er alltaf milli búa á hverju svæði. Hver og einn þarf að vinna út frá þeim heyjum sem hann hefur úr að spila.“

Heyin að meðaltali frekar þurr 

Um greiningar er að ræða út frá NorFor-kerfinu, sýnin eru tekin af RML og ýmsum öðrum aðilum, t.d. seljendum kjarnfóðurs, og efnagreind hjá Efnagreiningu ehf. „Heysýnin 2021, sem þessi meðaltöl byggja á, voru 1.573. Þá eru aðeins færri með fulla steinefnagreiningu. Það eru þrjár misjafnlega ítarlegar Norfor-greiningar í boði hjá Efnagreiningu ehf. Á vef þeirra má finna frekari upplýsingar um mismuninn,“ segir Ditte.

Í niðurstöðunum kemur einnig fram að heyin 2021 hafi verið frekar þurr að meðaltali og muni þar allt að níu prósentustigum á þurrefnisinnihaldi í fyrri slætti á heyjum af Suðurlandi (49,6 prósenta innihald) og öðrum landshlutum (51,1–58,7 prósenta innihald).

Skylt efni: hey | heyefnagreiningar

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...