Margföldun í fjölda heysýna
Í vinnuskúrum við Lækjarflóa 10a á Akranesi er rannsóknarstofa Efnagreiningar ehf. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Elísabetar Axelsdóttur og Arngríms Thorlacius. Þar eru langflest heysýni íslenskra bænda greind og hefur aðsóknin aukist umtalsvert undanfarin ár.