Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heita að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Fréttir 2. nóvember 2015

Heita að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjóðir heims keppast við að gefa út yfirlýsingar sem heita minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir Parísarráðstefnuna um loftslagsmál sem haldin verður seinna á árinu.

Haldi núverandi losun gróðurhúsalofttegunda áfram óbreytt gera spár ráð fyrir að loftslagshiti jarðar muni hækka um 3,1° Celsíus fyrir árið 2100 sem er 1,7 gráðum hærra en þolmörk, sem eru tvær gráður. Standist spárnar má búast við gríðarlegum breytingum á veðurfari, sem reyndar er þegar farið að bera á, sem leiða til að veðrakerfi riðlast frá því sem nú er og slíkt mundi hafa víðtæk áhrif á fæðuframleiðslu og fæðu­framboð í heiminum.

150 ríki lofa betrun

Alls hafa 140 þjóðir heitið því að gera allt sem í þeirra valdi er til að draga út losuninni. Gangi fyrirheit þeirra eftir gera spár ráð fyrir að loftslagshækkunin verði 2,7 gráður sem er 0,7 gráðum yfir þolmörkum. Þrátt fyrir að hækkunin sé enn yfir hættumörkum gera spár í fyrsta sinn ráð fyrir að hún verði undir þremur gráðum á Celsíus.

Stjórnvöld í Brasilíu hafa heitið því að draga úr losun gróðurhúsategunda um 37% fyrir árið 2025, í Indónesíu um 29% fyrir 2030, Kenía um 30% fyrir 2013, Bandaríkin um 80% fyrir 2025, Kína 45 % fyrir 2020 og ekki alls fyrir löngu var haft eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra að á Íslandi væri stefnan að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.

Ekki skuldbundinn af samningum

Allt eru þetta göfug markmið en því miður er það svo að þjóðir eru ekki bundnari en svo af samþykktum og undirskriftum fulltrúa sinna þegar kemur að umhverfismálum að engin refsiákvæði eða sektir eru til staðar sé ekki staðið við samninginn. Slíkt á bara við þegar um fjárhagslegar skuldbindingar er að ræða.

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...