Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimsmarkaðsverð á korni á niðurleið
Fréttir 20. júní 2022

Heimsmarkaðsverð á korni á niðurleið

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Í kjölfar árásar Rússlands á Úkraínu rauk heimsmarkaðsverð á korni upp og náði t.d. verð á einu tonni af hveiti upp í 435 evrur, sem gera um 60.000 íslenskar krónur.

Það var hæsta verð sem hefur verið skráð á hveiti en nýlegar tölur benda nú til að heimsmarkaðsverðið sé á niðurleið á ný.

Þetta eru góð tíðindi fyrir heimsbyggðina alla og samkvæmt dönskum fréttamiðlum telja þarlendir sérfræðingar að þegar kemur að uppskerutíma á hveiti síðar í sumar gæti verðið verið komið niður í um 200 evrur á tonnið, þ.e. um 27.000 íslenskar krónur, eða jafnvel enn lægra.

Skýringin á þessari spá um verðlækkun markaða á ný er margþætt en það er sér í lagi spá um góða uppskeru í haust sem gefur tilefni til þess að ætla að verðið muni lækka verulega. Þá lítur út fyrir að hægt verði að flytja út korn á ný frá Úkraínu, en sem kunnugt er þá er Úkraína lykilland þegar kemur að útflutningi á korni í Evrópu.

Skylt efni: hveiti | Korn

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...