Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heimildamynd um flugslysið við Svartahnjúk
Mynd / Seylan.is
Fréttir 28. desember 2016

Heimildamynd um flugslysið við Svartahnjúk

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Ríkissjónvarpið sýnir í kvöld heimildamyndina „Svartihnjúkur – stríðssaga úr Eyrarsveit“. Myndin segir frá því þegar sex breskir hermenn fórust í flugslysi á Snæfellsnesi í nóvember 1941. Íslenskir bændur voru rifnir úr hversdagslegum búverkum til þess að fara á fjöll að leita að týndri herflugvél. Lýsingar þeirra á skelfilegri aðkomu og líkburði hafa lifað fram á þennan dag.

Líkamsleifar fjögurra hermanna fundust en tvö lík hafa aldrei fundist. Talið er að þau sé að finna í gili við Hrafnafoss. Skýrslur breska flughersins eru fáorðar um þetta sérkennilega mál. En í Eyrarsveit á Snæfellsnesi hafa menn í áratugi sagt sögur af örlögum þeirra sem saknað er. Í myndinni er rætt við bændur og aðra sem segja söguna af flugslysinu við Svartahnjúk.

Nánar um heimildamyndina og slysið.

Sjá stiklu úr myndinni

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...