Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands, Haukur Bjarnason (t.h.), og fráfarandi formaður, Jón Þorberg Steindórsson, takast hér í hendur á aðalfundinum í Borgarnesi.
Nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands, Haukur Bjarnason (t.h.), og fráfarandi formaður, Jón Þorberg Steindórsson, takast hér í hendur á aðalfundinum í Borgarnesi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands.

Hann var kjörinn á aðalfundi félagsins í Borgarnesi á dögunum. Haukur tekur við embættinu af Jóni Þorbergi Steindórssyni.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi árum hjá félaginu. Tel að það sé uppgangur og aukinn áhugi á gæðingakeppni almennt, bæði hér heima og erlendis. Sáum góða þátttöku síðastliðið sumar og frábærar sýningar á Landsmóti og Norðurlandamóti auk allra félagsmóta og úrtökur um allt land. Það er einnig gaman að sjá gæðingakeppni í auknum mæli á vetrarmótum hjá hestamannafélögum um allt land,“ segir Haukur.

Félagar Gæðingadómarafélagsins eru um 60 talsins og annan eins fjölda gæðingadómara má finna erlendis. Markmið félagsins er að vera málsvari félagsmanna, gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart viðsemjendum. Auk þess að stuðla að góðri menntun og þjálfun dómara og að stuðla að bættum gæðum í vinnu dómara, m.a. með endurmenntun og eftirliti með störfum þeirra, t.d. að sjá til þess að dómurum sé ávallt tryggð sem best starfsaðstaða.

„Það eru mikil tækifæri fram undan hjá félaginu þar sem gæðingakeppni er frábært form á keppnisvellinum fyrir alla á öllum aldri og margar ólíkar hestgerðir. Félagið mun halda áfram að leggja áherslu á að mennta sína dómara ásamt því að miðla til hestamanna almennt jákvæðri og hestvænni hestamennsku á okkar frábæra hestakyni um allan heim,” segir Haukur.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...