Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hátt hlutfall óholls matar
Fréttir 20. maí 2025

Hátt hlutfall óholls matar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Næstum helmingur orkunnar í fæðu fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18–80 ára kemur úr gjörunnum matvælum.

Í nýrri rannsókn Steinu Gunnarsdóttur, Ph.D-nema við Háskóla Íslands, kemur fram að nokkurt hlutfall gjörunninna matvæla falli undir Skráargatið (samnorrænt merki matvara sem uppfylla viss skilyrði varðandi næringarefni). Hún greindi frá niðurstöðum rannsóknarinnar á málþingi Matís sem haldið var í vikunni.

Fjögur prósent af Skráargati

Steina, ásamt rannsóknateymi, kortlagði neyslu gjörunninna matvæla og var notast við gögn úr landskönnun á mataræði Íslendinga á árabilinu 2019 til 2021. Þar voru 822 þátttakendur á aldrinum 18 ára til áttræðs. Steina rannsakaði m.a. hversu mikið af gjörunnum matvælum féllu undir ráðleggingar um mataræði. Til þess var notuð Skráargats-skilgreiningin sem er með viðmið þegar kemur að fitu, sykurtegundum, salti og trefjum.

„Niðurstöður okkar benda til að um 45% af heildarorkunni í landskönnun komi frá gjörunnum matvælum. Hafa margir haft áhyggjur af því að þarna falli undir matvæli sem teljast heilsusamleg en eru gjörunnin. Skv. niðurstöðum okkar eru um 4% af heildarorkunni sem koma frá gjörunnum matvælum og sem falla undir Skráargatið. Við sáum að marktækur munur var á neyslu gjörunninna matvæla eftir aldurshópum. Munurinn er ekki stórkostlegur en yngri þátttakendur voru með aðeins hærri neyslu á þeim,“ sagði Steina.

Miklu meiri sykur

Vísbendingar eru um samband neyslu gjörunninna matvæla við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki 2, háþrýsting og ótímabær dauðsföll, að sögn Steinu.

„Þegar skilgreiningin er notuð í stórum faraldsfræðirannsóknum sjást mjög skýr tengsl við langvinna sjúkdóma. Þegar gjörunnin matvæli eru borin saman við minna unnin matvæli þá eru þau oft orkuþéttari, þau eru hærri í viðbættum sykri, gæði fitunnar eru oft lakari og þau eru oft há í salti. Einnig er neyslumunstur hópa sem borða mikið af gjörunnum matvælum annað. Það sést að neysla mikilvægra fæðuhópa, sem eru verndandi fyrir langvinnum sjúkdómum, er oft dræm. Þar má nefna ávexti og grænmeti, hnetur og fræ, heilkorn og fisk. Það sést einnig að þessir hópar eru oft með hærri orkuinntöku en aðrir, með minni trefjainntöku og meira af viðbættum sykri og mettaðri fitu,“ segir hún.

„Við skoðuðum neyslumunstur þeirra sem borða mikið af gjörunnum matvælum. Til þess skiptum við þátttakendum í landskönnun í fjóra jafna hópa eftir orkuinntöku gjörunninna matvæla. Í ljós kom mikil dreifing og allt frá 63% af orkunni sem kemur úr gjörunnum matvælum í hópnum sem borðar mest af þeim, í samanburði við 24% í hópnum sem borðar minnst af þeim. Sjá má að þeir sem eru með mestu neysluna af gjörunnum matvælum eru að fá um 17% meira af hitaeiningum í samanburði. Við sjáum einnig að þau eru að fá um 438% meira af viðbættum sykri miðað við samanburðarhópinn,“ sagði Steina.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...