Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fv. ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar og dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fv. ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar og dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á Hólum (HH) taki til starfa að fullu á þessu ári. Í desember fékk verkefnið veglegan fjárhagsstuðning frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Háskólasamstæða HÍ og HH hlaut 170 milljóna króna styrk úr sjóði ráðherra sem kallast Samstarf háskóla. Ein megináhersla við val á verkefnum sem hljóta styrk úr sjóðnum er verkefni sem fela í sér sameiningu háskóla og áframhaldandi uppbyggingu háskólasamstæðu.

HÍ og HH komu sér saman um grunnatriði stjórnskipulags samstæðunnar síðastliðið vor en gert er ráð fyrir að einn rektor stýri henni. HÍ verður svokallaður flaggskipsháskóli samstæðunnar og HH aðildarskóli með starfsemi á Hólum og Sauðárkróki. „Horft verður til þess að styrkja HÍ sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og HH sem sérhæfðan háskóla á landsbyggðinni, og að samstæðan verði eftirsóknarverð fyrir fleiri háskóla og rannsóknastofnanir,“ segir í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Styrkurinn sem verkefnið hlaut er skilyrtur við að háskólasamsætan verði að veruleika.

Alls úthlutaði ráðuneytið 893 milljónum króna úr sjóðnum til nítján verkefna. Af öðrum verkefnum má nefna samstarfsverkefni LbhÍ, HÍ og HR um hátæknilandbúnað með áherslu á innviði námsins en koma á upp aðstöðu sem styður við kennslu og þróun á því sviði. Þá á að efla nám í lagareldi með því að byggja upp og kenna ný námskeið á meistarastigi, þróa örnám og kennsluefni til að auka kennslu námskeiða í fjarnámi. Þá á að leggja saman grunninn að þverfaglegu meistara- og diplómanámi í hamfarafræðum með þátttöku fimm háskóla og þriggja stofnana á sviðinu. Dýralæknanám verður eflt með formlegu samstarfi milli LbhÍ, Keldna, HÍ, HH og SGGW í Póllandi.

Skylt efni: Háskóli Íslands

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...