Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands, frá vinstri: Anna María Lind Geirsdóttir, Anna María Flygenring, Guðni Ásæll Indriðason, Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir.
Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands, frá vinstri: Anna María Lind Geirsdóttir, Anna María Flygenring, Guðni Ásæll Indriðason, Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir.
Fréttir 10. október 2019

Hafrasæðingastöð tekur til starfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið tók til starfa hafra­sæðinga­stöð Geitfjár­ræktarfélags Íslands í Þórulág á Hvanneyri og eru það mikil tímamót fyrir geitfjárrækt á Íslandi og mikilvægur þáttur í varðveislu geitastofnsins.

Hafrasæðingastöðin mun skjóta styrkum stoðum undir söfnun sæðis, frystingu, nýtingu og lang­tíma varð­veislu erfðaefnis íslenska geita­stofnsins. Varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma hafa takmarkað mjög flutning lifandi dýra milli varnarhólfa og þá munu sæðingar þjóna mikilvægu hlutverki í að sporna við hinni miklu skyldleikarækt sem víða hefur gengið nærri stofninum. Sæðisbanki mun þjóna sem mikil­vægt öryggisnet verði stofninn fyrir verulegum skakkaföllum hvað varðar stofnstærð og erfðabreyti­leika. Reynsla er komin á geitfjársæðingar, en haustið 2010 var í fyrsta sinn á Íslandi fryst sæði úr geithöfrum.

Hafrasæðingastöðin rúmar tíu gripi í einstaklingsstíum og fer einkar vel um gripina, að sögn Birnu Kristínu Baldursdóttur, sem situr í stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...