Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hænurnar og nýi „hænsnakofinn“ þeirra, sem er gamall grænn húsbíll.
Hænurnar og nýi „hænsnakofinn“ þeirra, sem er gamall grænn húsbíll.
Mynd / Hulda Brynjólfsdóttir
Fréttir 8. júlí 2021

Hænur í húsbíl á Tyrfingsstöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það væsir ekki um hænurnar á bænum Tyrf­ingsstöðum í Ása­hreppi því þær hafa fengið gaml­an húsbíl, sem „hænsna­kofa“.

„Já, bíllinn er hugs­aður til þess að geta fært hæn­urnar til og nýtt rótunarhæfileika þeirra til að vinna með landinu. Hænurnar eru þá ekki alltaf að róta bara í kringum bæinn, heldur er líka hægt að fara með þær aðeins frá og þannig fá þær fjölbreyttari fæðu líka.

Hænurnar eru átta og þær virðast vera mjög sáttar við þennan nýja íverustað. Þær eru búnar að vera í honum í hálfan mánuð og fóru út og inn strax á fyrsta degi. Þær hættu til dæmis ekki að verpa eða neitt svoleiðis. Hugmyndin er síðan að keyra með þær í rólegheitum í bílnum í nýja haga,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, hænsnabóndi á Tyrfingsstöðum.

Hænurnar og fíni húsbíllinn á Tyrfingsstöðum í Ásahreppi. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...