Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hænurnar og nýi „hænsnakofinn“ þeirra, sem er gamall grænn húsbíll.
Hænurnar og nýi „hænsnakofinn“ þeirra, sem er gamall grænn húsbíll.
Mynd / Hulda Brynjólfsdóttir
Fréttir 8. júlí 2021

Hænur í húsbíl á Tyrfingsstöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það væsir ekki um hænurnar á bænum Tyrf­ingsstöðum í Ása­hreppi því þær hafa fengið gaml­an húsbíl, sem „hænsna­kofa“.

„Já, bíllinn er hugs­aður til þess að geta fært hæn­urnar til og nýtt rótunarhæfileika þeirra til að vinna með landinu. Hænurnar eru þá ekki alltaf að róta bara í kringum bæinn, heldur er líka hægt að fara með þær aðeins frá og þannig fá þær fjölbreyttari fæðu líka.

Hænurnar eru átta og þær virðast vera mjög sáttar við þennan nýja íverustað. Þær eru búnar að vera í honum í hálfan mánuð og fóru út og inn strax á fyrsta degi. Þær hættu til dæmis ekki að verpa eða neitt svoleiðis. Hugmyndin er síðan að keyra með þær í rólegheitum í bílnum í nýja haga,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, hænsnabóndi á Tyrfingsstöðum.

Hænurnar og fíni húsbíllinn á Tyrfingsstöðum í Ásahreppi. 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...