Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Að óbreyttu mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 kr./kg í 82 kr./kg.
Að óbreyttu mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 kr./kg í 82 kr./kg.
Mynd / ghp
Fréttir 15. desember 2022

Hækkunin stendur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Engin breyting hefur orðið á væntanlegri hækkun á úrvinnslugjaldi á heyrúlluplasti í meðförum Alþingis.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga árið 2023 hefur nú gengið gegnum efnahags- og viðskiptanefnd og verður væntanlega að lögum eftir aðra umræðu.

Í frumvarpinu er lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækki úr 30 kr./kg í 82 kr./kg. Bændasamtökin lögðust gegn þessari hækkun enda getur hún þýtt mörg hundruð þúsund króna hækkun framleiðslukostnaðar fyrir bændur. Í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar segir að hækkunin geti orðið bændum íþyngjandi, en óvíst sé hvernig verð á heyrúlluplasti muni þróast næstu mánuði.

„Meirihlutinn bendir á að rekstrarumhverfi búvöruframleiðslu er kvikt, í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á liðnu ári hafa verið umtalsverðar vegna þessa.

Enn eru blikur á lofti og mikilvægt er að fylgjast áfram með þróun mála og beita markvissum aðgerðum vegna hagsmuna neytenda, bænda og íslensks matvælaiðnaðar.

Þá beinir meirihlutinn því til umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra að komið verði til móts við bændur vegna þessara hækkana og metið með hagsmunaaðilum hvernig söfnun og endurvinnsla á heyrúlluplasti geti verið sem hagkvæmust til framtíðar.

Með því er tryggð betri endurheimta og endurvinnsla á heyrúlluplasti í anda hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og kostnaður bænda af söfnun þess til endurvinnslu lágmarkaður.“

Skylt efni: rúlluplast

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...