Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Að óbreyttu mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 kr./kg í 82 kr./kg.
Að óbreyttu mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 kr./kg í 82 kr./kg.
Mynd / ghp
Fréttir 15. desember 2022

Hækkunin stendur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Engin breyting hefur orðið á væntanlegri hækkun á úrvinnslugjaldi á heyrúlluplasti í meðförum Alþingis.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga árið 2023 hefur nú gengið gegnum efnahags- og viðskiptanefnd og verður væntanlega að lögum eftir aðra umræðu.

Í frumvarpinu er lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækki úr 30 kr./kg í 82 kr./kg. Bændasamtökin lögðust gegn þessari hækkun enda getur hún þýtt mörg hundruð þúsund króna hækkun framleiðslukostnaðar fyrir bændur. Í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar segir að hækkunin geti orðið bændum íþyngjandi, en óvíst sé hvernig verð á heyrúlluplasti muni þróast næstu mánuði.

„Meirihlutinn bendir á að rekstrarumhverfi búvöruframleiðslu er kvikt, í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á liðnu ári hafa verið umtalsverðar vegna þessa.

Enn eru blikur á lofti og mikilvægt er að fylgjast áfram með þróun mála og beita markvissum aðgerðum vegna hagsmuna neytenda, bænda og íslensks matvælaiðnaðar.

Þá beinir meirihlutinn því til umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra að komið verði til móts við bændur vegna þessara hækkana og metið með hagsmunaaðilum hvernig söfnun og endurvinnsla á heyrúlluplasti geti verið sem hagkvæmust til framtíðar.

Með því er tryggð betri endurheimta og endurvinnsla á heyrúlluplasti í anda hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og kostnaður bænda af söfnun þess til endurvinnslu lágmarkaður.“

Skylt efni: rúlluplast

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...