Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Að óbreyttu mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 kr./kg í 82 kr./kg.
Að óbreyttu mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 kr./kg í 82 kr./kg.
Mynd / ghp
Fréttir 15. desember 2022

Hækkunin stendur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Engin breyting hefur orðið á væntanlegri hækkun á úrvinnslugjaldi á heyrúlluplasti í meðförum Alþingis.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga árið 2023 hefur nú gengið gegnum efnahags- og viðskiptanefnd og verður væntanlega að lögum eftir aðra umræðu.

Í frumvarpinu er lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækki úr 30 kr./kg í 82 kr./kg. Bændasamtökin lögðust gegn þessari hækkun enda getur hún þýtt mörg hundruð þúsund króna hækkun framleiðslukostnaðar fyrir bændur. Í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar segir að hækkunin geti orðið bændum íþyngjandi, en óvíst sé hvernig verð á heyrúlluplasti muni þróast næstu mánuði.

„Meirihlutinn bendir á að rekstrarumhverfi búvöruframleiðslu er kvikt, í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á liðnu ári hafa verið umtalsverðar vegna þessa.

Enn eru blikur á lofti og mikilvægt er að fylgjast áfram með þróun mála og beita markvissum aðgerðum vegna hagsmuna neytenda, bænda og íslensks matvælaiðnaðar.

Þá beinir meirihlutinn því til umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra að komið verði til móts við bændur vegna þessara hækkana og metið með hagsmunaaðilum hvernig söfnun og endurvinnsla á heyrúlluplasti geti verið sem hagkvæmust til framtíðar.

Með því er tryggð betri endurheimta og endurvinnsla á heyrúlluplasti í anda hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og kostnaður bænda af söfnun þess til endurvinnslu lágmarkaður.“

Skylt efni: rúlluplast

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...