Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Til þess að forðast hungursneyð þarf rússnesk hrávara að rata inn á heimsmarkaðinn. Rússland er einn stærsti framleiðandi matvæla og áburðarefna en útflutningur þaðan hefur stöðvast
Til þess að forðast hungursneyð þarf rússnesk hrávara að rata inn á heimsmarkaðinn. Rússland er einn stærsti framleiðandi matvæla og áburðarefna en útflutningur þaðan hefur stöðvast
Mynd / Sameinuðu þjóðirnar
Fréttir 19. september 2022

Guterres vill rússnesk áburðarefni

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sameinuðu þjóðirnar vinna að því, ásamt Bandaríkjunum og Evrópusambandinu, að koma rússneskum áburðarefnum og matvælum á heimsmarkað.

„Án áburðar árið 2022 getur orðið fæðuskortur árið 2023. Útflutningur á matvælum og áburði frá Úkraínu og Rússlandi er nauðsynlegur til að róa hrávörumarkaði og lækka verð til neytenda,“ sagði Antonio Guteress, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í heimsókn til Istanbúl í lok ágúst. Aljazeera greinir frá.

Rússland og Úkraína eru með stærstu framleiðendum heimsins á matvælum og Rússland á áburðarefnum. Úkraínumönnum hefur tekist að flytja út 650.000 tonn af korni í gegnum hafnir sínar við Svartahafið, en dugar það ekki til samkvæmt aðalritaranum.

Viðskiptaþvinganir Vesturlanda á Rússa ná ekki yfir matvæli og áburð, en þrátt fyrir það hefur útflutningur á þessum hrávöruflokkum nær stöðvast. Sameinuðu þjóðirnar eru í samstarfi við Bandaríkin og ESB til þess að losa um hindranir á útflutningi sem snúa m.a. að tryggingum, fjármögnun og skipaflutningum.

Skylt efni: utan úr heimi

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...