Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Grunur um salmonellusmit
Mynd / smh
Fréttir 27. október 2017

Grunur um salmonellusmit

Matfugl í Mosfellsbæ hefur tilkynnt Matvælastofnun um að grunur sé um salmonellusmit í kjúklingaframleiðslu fyrirtækisins. 

Matfugl segir að frekari rannsókna sé þörf til að hægt sé að skera úr um hvort um smit sé að ræða, en þangað til það hefur verið gert sé rétt að innkalla vöruna sem er með rekjanleikanúmerið 011-17-38-07. Dreifing vörunnar er um allt land. Hún hefur verið stöðvuð og varan innkölluð. Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í versluninni sem hann var keyptur í eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.

Matfugl beinir því til neytenda að kjúklingurinn sé hættulaus fari þeir eftir áprentuðum leiðbeiningum á umbúðunum um eldun hans. Mikilvægt sé að steikja kjúklinginn í gegn og passa að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.

Salmonellusmit í íslensku búfé er fátítt og salmonellusýkingar úr dýraafurðum í menn eru mjög fátíðar á Íslandi. Einkenni sýkinga geta verið frá því að vera væg, með niðurgangi tvisvar til þrisvar á dag í einn eða tvo daga, yfir í það að vera með stöðugan niðurgang, magakrampa og mikinn slappleika.

Skylt efni: salmonella | salmonellusmit

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f