Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Grundvöllur lítilla sláturhúsa brostinn
Fréttir 24. ágúst 2023

Grundvöllur lítilla sláturhúsa brostinn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson - Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrirhugaðri hækkun gjaldskrár Matvælastofnunar (MAST) hefur verið harðlega mótmælt. Ekki er ljóst hvort hækkunin nái til minnstu heimasláturhúsanna.

Forsvarsmenn sláturhússins í Seglbúðum hafa nú lýst því yfir að ekki verði slátrað þar í haust og öllu lokað, ekki síst vegna boðara breytinga á gjaldskrá við þjónustu dýralækna í sláturhúsum. Muni sú hækkun margfalda þann kostnaðarþátt.

Matvælaráðuneytið kynnti í mars sl. drög að nýrri og endurskoðaðri gjaldskrá Matvælastofnunar. Voru drögin í samráðsgátt stjórnvalda fram í aprílbyrjun en ráðuneytið var ekki búið að tilkynna hver lokalending málsins yrði þegar Bændablaðið fór í prentun.

Barátta frá upphafi

Þórunn Júlíusdóttir og Erlendur Björnsson, eigendur að Slátur­húsinu í Seglbúðum, settu inn stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þau tilkynna að ekkert verði úr slátrun hjá þeim í haust. Vinnslunni og frystinum verður jafnframt lokað. Ástæðurnar fyrir þessu eru meðal annars breytingar á gjaldskrá MAST fyrir þjónustu dýralækna í sláturhúsum, en áætla má að sá kostnaðarliður muni hækka um 800 prósent.

Við þetta bætist að frá síðustu áramótum hefur verið ólöglegt að urða lífrænan úrgang og var fyrirséð að sláturhúsið myndi þurfa að standa straum af flutningi um meðhöndlun sláturúrgangs.

Í samtali við Bændablaðið segir Þórunn að litlu sé við þessa stöðu­uppfærslu að bæta. Hún segir rekstur lítils sláturhúss sem þessa hafa verið barátta frá upphafi og með þessum breytingum hafi komið endanlegt rothögg. Mjög mikið þurfi að breytast til þess að þau taki upp rekstur sláturhússins á ný. Frá árinu 2014 hafi þau sinnt sauðfjárslátrun og verkun fyrir um 20 aðila í Austur­ og Vestur­Skaftafellssýslum. Um 1.000 lömbum hefur verið slátrað haust hvert.

Oddný Anna Björnsdóttir, fram­kvæmdastjóri Samtaka smáfram­leiðenda matvæla og Beint frá býli, segir þessa verðhækkun MAST vera gríðarlegt högg. Hækkunin muni gera bændum ókleift að slátra í litlum sláturhúsum sem vinna samkvæmt reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli. Það eru sláturhús sem slátra að hámarki 100 lömbum á dag. Rekstrarkostnaður þeirra sé þegar hár og þau ráði ekki við þessi auknu útgjöld.

Gæti ógnað heimavinnslu

Stærri sláturhús muni líka finna fyrir hækkunum og hún segir félagsmenn sína óttast að það muni hafa áhrif á heimtökugjald og þar með kippa grundvellinum undan heimavinnslu landbúnaðarafurða.

Oddný hefur verið í samtali við matvælaráðuneytið og segir sérfræðing þar fullyrða að verðhækkun MAST muni ekki ná til þeirra sem starfa samkvæmt reglugerð um lítil sauðfjár­ og geitasláturhús, þ.e.a.s. heima­slátrun með færri en 30 lömb á dag.Það sé vegna þess að í þeirri reglugerð standi að kostnaður við dýralæknaeftirlit greiðist úr ríkissjóði.

Hún segist þó bíða eftir svari frá matvælaráðherra um hvort tryggt sé að þessari grein reglugerðarinnar verði ekki breytt ef fleiri bændur fara í heimaslátrun, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að stuðningur við landbúnað muni ekki hækka.

Oddný spyr hvort ekki séu tækifæri til að hagræða, til dæmis með nútímatækni, til að koma í veg fyrir þessa gífurlegu hækkun. Þar bendir hún á að meðal annars væri mögulegt að hafa eftirlit í gegnum myndavélabúnað, sérstaklega í minni sláturhúsum.

Hún segir gjaldskrárhækkunina vera í miklu ósamræmi við nýsamþykkta matvælastefnu og landbúnaðarstefnu. Enn fremur gangi þetta gegn því sem kemur fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Oddný segir Samtök smáfram­ leiðenda matvæla og Beint frá býli skora á matvælaráðherra að endurskoða þessa ákvörðun, enda sé hún á ábyrgð ráðuneytisins, ekki undirstofnunar þess.

Herferð gegn landbúnaði

„Ljóst er að hér er um grundvallar­breytingu á innheimtu eftirlitsgjalda að ræða sem felur í sér gríðarlegan kostnað fyrir atvinnugreinina,“ segir í umsögn Bændasamtaka Íslands (BÍ) um gjaldskrárdrögin. „Við hjá samtökunum veltum því hreinlega fyrir okkur hvenær herferðin undir yfirskriftinni „Landbúnaðurinn borgar“ linni, því þetta þema er farið að gera atvinnugreininni gríðarlega erfitt fyrir, ofan á viðbótarálögur sem samþykktar voru á nýliðnu þingi,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ. Samtökin hafa farið fram á við matvælaráðuneytið að málið verði dregið til baka og sögðu í umsögn sinni að drögin að gjaldskránni myndu gera gegnsæi og fyrirsjáanleika í gjaldtöku minni en verið hefði.

Haustið 2020 féll þáverandi landbúnaðarráðherra frá öllum fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum Matvælastofnunar vegna áhrifa Covid­faraldursins á íslenska matvælaframleiðendur.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...