Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá framkvæmdunum á Espiflöt.
Frá framkvæmdunum á Espiflöt.
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að hækkun á einu gróðurhúsi blómabændanna sem þar reka garðyrkjustöð sína, í því skyni að skapa skilyrði til aukinnar framleiðslu.

Mikill uppgangur hefur verið í blómaframleiðslu á undanförnum árum, eða allt frá því að Covidfaraldurinn skall á Íslandi í byrjun árs 2020.

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, stýrir garðyrkjustöðinni á Espiflöt og segir hann að tekið hafi verið gamalt og vel byggt 1.200 fermetra gróðurhús og það hækkað um 1,5 metra.

„Við fengum hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þannig aðgerðum til að sjá um verkið. Með aukinni lofthæð skapast betri skilyrði inni í gróðurhúsinu hvað varðar loft og raka. Við getum líka sett upp öflugri vaxtarlýsingu,“ segir Axel.

Axel gerir ráð fyrir að uppskeran aukist um 30–50 prósent þegar framkvæmdinni er lokið og gróðurhúsið komið í fullan gír aftur.

„Sala á blómum jókst mjög í Covid og hefur ekkert dregist saman síðan. Þetta hefur aukið á tekjur okkar og við nýtt það til að reyna að gera enn betur eins og þessi aðgerð sýnir.“

Frá framkvæmdunum á Espiflöt.

Skylt efni: blómabændur | Espiflöt

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...