Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gríðarlegt reykjarkóf í Suðaustur-Asíu
Fréttir 25. september 2015

Gríðarlegt reykjarkóf í Suðaustur-Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sjö plantekrufyrirtækja hafa verið handteknir í Indónesíu í tengslum við gríðarlega skógarelda sem geisa þar.

Talið er að kveikt hafa verið í stóru skóglendi til að rýma fyrir ræktun á olíupálma til framleiðslu á pálmaolíu.

Skógareldarnir undanfarnar vikur eru með þeim stærstu sem orðið hafa í landinu og ná yfir um tvö hundruð þúsund hektara lands sem er að stórum hluta friðaðir frumskógar.

eykjarkófið frá eldunum er gífurlega mikið og hefur valdið mikilli mengun í landinu og nærliggjandi löndum. Ástandið var svo slæmt í Singapúr og í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, um tíma að skyggni var ekki nema nokkrir metrar, fólki ráðlagt að vera með öndunargrímur og skólum var lokað.

Grunur leikur á að stjórnarmenn fyrirtækja sem hafa hag af því að frumskógar séu felldir standi á bak við upptök eldanna. Sannist það eiga þeir harða dóma yfir höfði sér.

Þrátt fyrir tilraunir til að slökkva eldana hefur slíkt skilað litlum árangri og ekki hjálpar til að nú stendur yfir þurrkatímabil á þessum slóðum.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...