Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gríðarlegt reykjarkóf í Suðaustur-Asíu
Fréttir 25. september 2015

Gríðarlegt reykjarkóf í Suðaustur-Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sjö plantekrufyrirtækja hafa verið handteknir í Indónesíu í tengslum við gríðarlega skógarelda sem geisa þar.

Talið er að kveikt hafa verið í stóru skóglendi til að rýma fyrir ræktun á olíupálma til framleiðslu á pálmaolíu.

Skógareldarnir undanfarnar vikur eru með þeim stærstu sem orðið hafa í landinu og ná yfir um tvö hundruð þúsund hektara lands sem er að stórum hluta friðaðir frumskógar.

eykjarkófið frá eldunum er gífurlega mikið og hefur valdið mikilli mengun í landinu og nærliggjandi löndum. Ástandið var svo slæmt í Singapúr og í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, um tíma að skyggni var ekki nema nokkrir metrar, fólki ráðlagt að vera með öndunargrímur og skólum var lokað.

Grunur leikur á að stjórnarmenn fyrirtækja sem hafa hag af því að frumskógar séu felldir standi á bak við upptök eldanna. Sannist það eiga þeir harða dóma yfir höfði sér.

Þrátt fyrir tilraunir til að slökkva eldana hefur slíkt skilað litlum árangri og ekki hjálpar til að nú stendur yfir þurrkatímabil á þessum slóðum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f