Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gríðarleg úrkoma fyrir austan
Mynd / Heiðar Broddason
Fréttir 17. ágúst 2015

Gríðarleg úrkoma fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta var ansi mikið, en sem betur fór stóð þetta ástand ekki lengi yfir,“ segir Ragn­ar Magnússon bóndi á Skriðufelli í Jökulsárhlíð.  
 
Gríðarleg úrkoma var fyrir aust­an um miðja síðustu viku frá því síðdegis á þriðjudag og fram á miðvikudagskvöld. Veðurstofan gaf út viðvörun þar sem lýst var yfir óvissuástandi vegna skriðuhættu og var vegi í sunnanverðum Seyðisfirði lokað þar sem óttast var að skriður gætu fallið. Sólarhringsúrkoma á veðurathugnarstöð á Hánefsstöðum mældist rúmlega 128 millimetrar frá kl. 9 á þriðjudagskvöld til kl. 9 á miðvikudagsmorgun. Ekki féllu þó skriður eystra, en lítilsháttar skemmd­ir urðu á vegum hér og hvar, m.a. á leiðinni frá Borgarfirði yfir í Loðmundarfjörð.  
 
Heyrúlla flaut 8 kílómetra
 
Ragnar segir að ausandi rigning hafi verið eystra í rúman sólarhring, að auki hafi verið stórstreymt og háflóð, en Skriðufell stendur í um það bil 12 kílómetra fjarlægð frá sjó.  Heyrúllur stóðu á túnum við bæinn og flutu að  minnsta kosti tvær þeirra af stað og lentu einhverja stund undir brú heima við bæinn.  Önnur þeirra losnaði síðan og flaut á brott, „hún fór hér niður eftir ánni og langleiðina út að sjó, ætli hún hafi ekki tekið svona um 8 kílómetra siglingu,“ segir Ragnar.
 
Hann segir að flóð hafi komið í Jökulsá í fyrrasumar. Hann var þá víðs fjarri góðu gamni á landsmóti hestamanna. Flaut þá yfir tún við Skriðufell líkt og nú. „Við erum ekki óvön því að hér flæði yfir tún,“ segir hann.
 
Tæplega hálfnaður með fyrri slátt
 
Tún við Skriðufell voru undirlögð af vatni en Ragnar segir að jafnvægi sé nú að komast á og hefur hann verið að tína upp rúllur sínar síðustu daga. Hann er um það bil hálfnaður með heyskap, búin að ná tæplega 500 rúllum af um 1100. „Ég er svona nokkurn vegin hálfnaður með fyrri slátt og veit alls ekki núna hvort yfirleitt verður eitthvað um seinni slátt hér um slóðir.  Þetta er orðið frekar pirrandi og maður er farinn að hugleiða hvort grípa þurfi til plans b, að rúlla í rigningu, en held að það gangi nú reyndar alls ekki.“
 
Vonandi verður haustið gott
 
Ragnar segir sprettu hafa verið fremur hæga í sumar, enda kalt og blautt fyrir austan flesta daga. „Svo hrekkur maður bara við, það er langt liðið á sumarið og skólar fara senn að byrja, þannig að það er mikil óvissa með framhaldið í heyskapnum,“ segir Ragnar sem er skólabílstjóri á svæðinu. „Það er ekki annað hægt en að halda í vonina um að haustið verði gott.“ 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...