Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Mynd / BBL
Fréttir 10. janúar 2019

Greitt fyrir minna ræktað og uppskorið land en 2017

Höfundur: smh

Undanfarin tvö ár hafa landgreiðslur verið greiddar út til bænda, samkvæmt rammasamningi búvörusamnings frá 2016, þar sem greitt er fyrir land sem uppskorið er til fóðuröflunar og bættust þær við jarðræktarstyrki sem hafa verið greiddir frá 2008 í núverandi mynd. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur birt yfirlit um heildarflatarmál þess lands sem hefur verið greitt fyrir síðustu tvö ár og hefur flatarmál þess minnkað um tæpa 1.000 hektara á milli ára.

Þessar upplýsingar koma úr gögnum frá Matvælastofnun. Raunar minnkar land sem greitt er fyrir, bæði fyrir landgreiðslur og jarðræktarstyrki. Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári. Jarðræktarstyrkir voru greiddir vegna 10.811 hektara árið 2017, en vegna 10.238 hektara á síðasta ári. Þegar tölur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki hafa verið lagðar saman minnkar flatarmálið úr 87.799 hekturum í 86.825 hektara.

Nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum

Breytingar á fyrirkomulagi jarðræktarstyrkja hafa orðið þannig að nú er greitt fyrir útiræktaðs grænmetis, sem áður var ekki styrkhæft. Einnig eru meiri kröfur um jarðræktarskýrsluhald í Jörð.is en áður var.

RML bendir á að enn sé nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum og einnig sé einhver ræktun sem ekki falli undir þær kröfur sem eru settar í reglugerð.

RML áætlar að heildarflatarmál þess lands sem er í virkri nýtingu á Íslandi (ræktað og uppskorið) sé rúmlega 90 þúsund hektarar. Á meðfylgjandi mynd frá RML má sjá hvernig sú landnýting dreifist um landið.

 

Mynd / RML

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...