Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Mynd / BBL
Fréttir 10. janúar 2019

Greitt fyrir minna ræktað og uppskorið land en 2017

Höfundur: smh

Undanfarin tvö ár hafa landgreiðslur verið greiddar út til bænda, samkvæmt rammasamningi búvörusamnings frá 2016, þar sem greitt er fyrir land sem uppskorið er til fóðuröflunar og bættust þær við jarðræktarstyrki sem hafa verið greiddir frá 2008 í núverandi mynd. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur birt yfirlit um heildarflatarmál þess lands sem hefur verið greitt fyrir síðustu tvö ár og hefur flatarmál þess minnkað um tæpa 1.000 hektara á milli ára.

Þessar upplýsingar koma úr gögnum frá Matvælastofnun. Raunar minnkar land sem greitt er fyrir, bæði fyrir landgreiðslur og jarðræktarstyrki. Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári. Jarðræktarstyrkir voru greiddir vegna 10.811 hektara árið 2017, en vegna 10.238 hektara á síðasta ári. Þegar tölur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki hafa verið lagðar saman minnkar flatarmálið úr 87.799 hekturum í 86.825 hektara.

Nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum

Breytingar á fyrirkomulagi jarðræktarstyrkja hafa orðið þannig að nú er greitt fyrir útiræktaðs grænmetis, sem áður var ekki styrkhæft. Einnig eru meiri kröfur um jarðræktarskýrsluhald í Jörð.is en áður var.

RML bendir á að enn sé nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum og einnig sé einhver ræktun sem ekki falli undir þær kröfur sem eru settar í reglugerð.

RML áætlar að heildarflatarmál þess lands sem er í virkri nýtingu á Íslandi (ræktað og uppskorið) sé rúmlega 90 þúsund hektarar. Á meðfylgjandi mynd frá RML má sjá hvernig sú landnýting dreifist um landið.

 

Mynd / RML

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...