Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Greina þörf á tæknilausnum
Mynd / Unsplash - Jason Mavrommatis
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir á úthagabeit er íslenskt heiti verkefnisins DIGI- RANGELAND sem hlaut í lok júní úthlutun úr Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.

Landbúnaðarháskóli Íslands er hluti af verkefninu og leiðir Jóhannes Sveinbjörnsson það fyrir hönd skólans.

„Búfjárrækt sem byggir að meira eða minna leyti á úthagabeit er mikilvæg í Evrópu. Það er bæði vegna matvælaframleiðslu og ýmiss konar þjónustu við vistkerfi, svo sem að halda landi opnu með beit til að draga úr líkum á gróðureldum og stuðla að fjölbreytni búsvæða. Þessa tegund landbúnaðar er á margan hátt flóknara að tæknivæða heldur en þá framleiðslu sem fer fram að mestu innandyra eða á tiltölulega einsleitu landi. Ýmis framþróun hefur þó átt sér stað sem skapar tækifæri til vinnuhagræðingar við ýmsa meðhöndlun búfjár á beit og þann tíma sem það er á húsi, og varðandi beitarstýringu, smalamennskur og fleira. Nokkur lykilorð varðandi slíka tækni eru rafræn eyrnamerki, GPS-staðsetningarbúnaður, rafrænar (ósýnilegar) girðingar, drónar, raggangar og flokkunarhlið, búnaður til að stýra fóðrun og hugbúnaðarkerfi vegna skýrsluhalds af ýmsu tagi. DIGI- RANGELAND netverkið gengur út á að búa til smærri og stærri tengslanet bænda og annarra landnotenda sem standa frammi fyrir ýmsum áskorunum varðandi landnotkun, bæði á héraðs-, lands- og Evrópuvísu. Þörf fyrir tæknilausnir verður greind, skoðað hvaða tæknilausnir eru í boði og hvað hentar á mismunandi stöðum. Lögð er áhersla á að koma á nánu sambandi milli þeirra sem eru að þróa lausnirnar og væntanlegra notenda þeirra. Í þessu netverki felast því margvísleg tækifæri fyrir íslenska bændur, ráðgjafa þeirra, vísindafólk og fleiri tengda aðila,“ segir í tilkynningu frá LbhÍ.

Verkefnið hefst í ársbyrjun 2025 og stendur yfir í fjögur ár. Heildarstuðningur við verkefnið er 3 milljónir evra, eða um 450 milljónir íslenskra króna, þar af mun 14,25%, eða rúmlega 60 milljónir íslenskra króna, fara í gegnum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Stofnunin IDELE í Frakklandi leiðir verkefnið en í kjarnahópi sem mótaði verkefnið voru einnig stofnanirnar SRUC í Skotlandi og NIBIO í Noregi ásamt LbhÍ. Þátttökuaðilar í verkefninu koma einnig frá Rúmeníu, Grikklandi, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Búlgaríu og Sviss að því er fram kemur í tilkynningunni.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...