Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Græn lán kynnt til sögunnar á næstu vikum hjá Byggðastofnun
Fréttir 9. maí 2019

Græn lán kynnt til sögunnar á næstu vikum hjá Byggðastofnun

Starfsemi Byggðastofnunar gekk mjög vel á liðnu ári og skilaði góðum afgangi. Verkefnum stofnunarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og starfsemin aukist að umfangi í samræmi við það. 

Þetta kom fram í máli Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, á ársfundi sem haldinn var á Siglufirði á dögunum. Hann sagði sveiflur í útlánastarfsemi haldast í hendur við umsvif í atvinnulífi landsbyggðanna sem henni er ætlað að þjóna. Hann kynnti til sögunnar svokölluð „Græn lán“ sem er nýr flokkur útlána á hagstæðum kjörum með það að meginmarkmiði að styðja við verkefni tengd nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og bætta orkunýtingu. Þessi lánaflokkur verður kynntur betur á næstu vikum.

Árni Freyr Stefánsson, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, kynnti nýja stefnumótun um kerfi almenningssamgangna fyrir allt landið þar sem leitast er við að skilgreina almenningssamgöngur sem eitt samþætt leiðakerfi fyrir flug, ferjur og almenningsvagna á öllu landinu.  Vífill Karlsson, dósent og atvinnuráðgjafi, og Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, kynntu niðurstöður fyrirtækjakönnunar um stöðu og væntingar fyrirtækja í landsbyggðunum, og Hilmar Janusson, forstjóri Genís á Siglufirði, velti fyrir sér spurningunni um það hvort verðmætasköpun á landsbyggðunum lyti öðrum lögmálum en á höfuðborgar-svæðinu. 

Íslensk þátttaka í verkefnum Norðurslóðaáætlunar

Að lokum voru kynnt þrjú verkefni með íslenskri þátttöku í Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.  Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, kynnti verkefnið SmartFish sem er samstarfsverkefni Norður-Írlands, Finnlands og Íslands, um þróun og hagnýtingu snjallstrikamiða sem  tryggja rekjanleika og vöktun matvæla frá framleiðanda til neytanda.  

Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri, kynnti verkefnið Making it Work, sem er samstarfsverkefni Skotlands, Svíþjóðar, Kanada, Noregs og Íslands. Samstarfið fólst m.a í því að þróa og hanna líkan sem nýtist við að takast á við áskoranir sem felast í því að ráða og halda í sérhæft heilbrigðisstarfsfólk í dreifbýli.  Að lokum kynnti Sveinbjörg Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi hjá SSNV, verkefnið Digi2Market. 

Auk Íslands eru þátttakendur frá Írlandi, Finnlandi og Norður-Írlandi. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa stafrænan markaðs- og söluhugbúnað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Ný stjórn

Á fundinum kynnti ráðherra stjórn Byggðastofnunar 2019–2020.  Stjórnarformaður verður Magnús B. Jónsson, Skagaströnd.  Aðrir stjórnarmenn eru þau Sigríður Jóhannesdóttir, Svalbarðshreppi, Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri, Karl Björnsson, Reykjavík, María Hjálmarsdóttir, Eskifirði og Gunnar Þór Sigbjörnsson, Egilsstöðum.

Skylt efni: Byggðastofnun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...