Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Græn lán kynnt til sögunnar á næstu vikum hjá Byggðastofnun
Fréttir 9. maí 2019

Græn lán kynnt til sögunnar á næstu vikum hjá Byggðastofnun

Starfsemi Byggðastofnunar gekk mjög vel á liðnu ári og skilaði góðum afgangi. Verkefnum stofnunarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og starfsemin aukist að umfangi í samræmi við það. 

Þetta kom fram í máli Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, á ársfundi sem haldinn var á Siglufirði á dögunum. Hann sagði sveiflur í útlánastarfsemi haldast í hendur við umsvif í atvinnulífi landsbyggðanna sem henni er ætlað að þjóna. Hann kynnti til sögunnar svokölluð „Græn lán“ sem er nýr flokkur útlána á hagstæðum kjörum með það að meginmarkmiði að styðja við verkefni tengd nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og bætta orkunýtingu. Þessi lánaflokkur verður kynntur betur á næstu vikum.

Árni Freyr Stefánsson, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, kynnti nýja stefnumótun um kerfi almenningssamgangna fyrir allt landið þar sem leitast er við að skilgreina almenningssamgöngur sem eitt samþætt leiðakerfi fyrir flug, ferjur og almenningsvagna á öllu landinu.  Vífill Karlsson, dósent og atvinnuráðgjafi, og Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, kynntu niðurstöður fyrirtækjakönnunar um stöðu og væntingar fyrirtækja í landsbyggðunum, og Hilmar Janusson, forstjóri Genís á Siglufirði, velti fyrir sér spurningunni um það hvort verðmætasköpun á landsbyggðunum lyti öðrum lögmálum en á höfuðborgar-svæðinu. 

Íslensk þátttaka í verkefnum Norðurslóðaáætlunar

Að lokum voru kynnt þrjú verkefni með íslenskri þátttöku í Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.  Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, kynnti verkefnið SmartFish sem er samstarfsverkefni Norður-Írlands, Finnlands og Íslands, um þróun og hagnýtingu snjallstrikamiða sem  tryggja rekjanleika og vöktun matvæla frá framleiðanda til neytanda.  

Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri, kynnti verkefnið Making it Work, sem er samstarfsverkefni Skotlands, Svíþjóðar, Kanada, Noregs og Íslands. Samstarfið fólst m.a í því að þróa og hanna líkan sem nýtist við að takast á við áskoranir sem felast í því að ráða og halda í sérhæft heilbrigðisstarfsfólk í dreifbýli.  Að lokum kynnti Sveinbjörg Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi hjá SSNV, verkefnið Digi2Market. 

Auk Íslands eru þátttakendur frá Írlandi, Finnlandi og Norður-Írlandi. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa stafrænan markaðs- og söluhugbúnað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Ný stjórn

Á fundinum kynnti ráðherra stjórn Byggðastofnunar 2019–2020.  Stjórnarformaður verður Magnús B. Jónsson, Skagaströnd.  Aðrir stjórnarmenn eru þau Sigríður Jóhannesdóttir, Svalbarðshreppi, Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri, Karl Björnsson, Reykjavík, María Hjálmarsdóttir, Eskifirði og Gunnar Þór Sigbjörnsson, Egilsstöðum.

Skylt efni: Byggðastofnun

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...