Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Góður frágangur á rúlluplasti lykill að verðmætasköpun
Fréttir 4. september 2017

Góður frágangur á rúlluplasti lykill að verðmætasköpun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlega eru um 2000 tonn af heyrúlluplasti flutt til landsins. Plastrúllur prýða sveitir landsins frá slætti þar til heyið verður að fóðri fyrir búfé en þá þarf að huga að því hvað verður um heyrúlluplastið utan um það.

Plastið tekur um 500 ár að eyðast í náttúrunni auk þess sem urðun plasts og brennsla heima á bæjum er þar að auki með öllu óheimil samkvæmt mengunarvarnarreglugerð.
Endurvinnsla verður í senn besti og í raun eini raunhæfi kosturinn. Endurvinnsla krefst minni orku en frumvinnsla og kemur í veg fyrir sóun náttúruauðlinda, auk þess sem talsvert pláss sparast á urðunarstöðum.

Rúlluplast er endurunnið

Plast sem Íslenska gámafélagið safnar er flutt í flokkunarstöðvar félagsins. Þar er plastið pressað í bagga og flutt til endurvinnslu, ýmist á Íslandi eða erlendis. Sé plast hins vegar óhreint eða fullt af aðskotahlutum, er talsverð vinna unnin fyrir gýg og þá hefur fjárhagslegur ávinningur hæglega snúist upp í kostnað. Það er því hagur allra að ganga vel frá plastinu þannig að hægt sé að nýta það góða endurvinnsluhráefni sem plastið er.

Flestir bændur standa sig vel í frágangi heyrúlluplasts en lengi má gott bæta. Fulltrúi Gámafélagsins tók hús á Haraldi Einarssyni bónda á Urriðafossi á Suðurlandi til að kynna sér hvernig Haraldur hagar frágangi á heyrúlluplasti. Hann býr á bænum ásamt konu sinni og tveimur börnum en þau eru mjólkurbændur. Að mati starfsmanna Íslenska gámafélagsins gengur Haraldur afar vel frá heyrúlluplastinu.

Frágangur á rúlluplasti til endurvinnslu

Við gjafir leggur Haraldur sig fram við að hreinsa hey af umbúðunum eins og kostur er og þjappa plastinu síðan saman í viðráðanlegar einingar. Við frágang þykir honum best að taka eitt plast og slétta úr því á sléttu yfirborði en það plast verður þá ysta lagið á plastbögglinum (skref 1).


Því næst setur hann eitt plast inn í það fyrsta og sléttir úr því, tekur svo næsta og sléttir úr því og svo koll af kolli (skref 2). 


Á myndunum er notast við sjö plöst í heildina, þ.e. eitt plast í botninn og sex inn í hvert annað.  Að þessu loknu tekur Haraldur í endann á ysta plastinu og rúllar öllum plöstunum saman upp í böggul (skref 3). 


Ágætt er að nota eigin líkamsþunga til að pressa plastið saman og losa um aukaloft (skref 4).


Þá notar hann plaststrimil úr rúllubaggaplasti til að binda böggulinn saman því ekki má blanda saman mismunandi plasttegundum (skref 5).


Loks er böggullinn tilbúinn til endurvinnslu. (skref 6).


Einingarnar geymir hann svo á þurrum og skjólgóðum stað þar til viðurkennt sorphirðufyrirtæki sækir plastið og kemur því í endurvinnslu. 

Fjórar þumalfingursreglur

Ekki er víst að þessi aðferð henti öllum. Margir kjósa til að mynda að safna plastinu saman í fiskikar þannig að plast er lagt í botninn, næstu plöstum er þjappað í karið og plast er bundið utan um böggulinn. Þá er ummál hans oft minnkað með þungum hlut sem er lagður ofan á plastið til að þjappa því saman.
Hvaða aðferð sem verður fyrir valinu, eru þumalputtareglurnar við frágang heyrúlluplasts þessar.

Hrista sem mest af heyi úr plastinu og losa það við óhreinindi. Ef óhreinindi loða við vegna bleytu er gott að þurrka plastið í 1 til 2 daga og hrista það síðan aftur en þá ætti restin af heyinu og öðrum óhreinindum að losna frá.

Sjá til þess að plastið sé laust við aðskotahluti eins og baggabönd, snæri, net, steina, timbur og annað slíkt. Rúlluplast er almennt framleitt úr polyethylen plasti og skal ekki blandað saman við annars konar plast. Þess vegna mega baggabönd, net og annar plastúrgangur ekki fara með heyrúlluplastinu.

Þjappa plastinu saman í viðráðanlegar einingar og ekki of þungar

Geyma plastið á þurrum og skjólgóðum stað þar til það er sótt. 

Góður frágangur er lykillinn að endurvinnslu rúlluplastsins og þar með lykillinn að verðmætasköpun. Ef allt heyrúlluplast hér á landi kemst aftur inn í hringrásarhagkerfið, geta íslenskir bændur komið í veg fyrir frumvinnslu á 2000  tonnum af plasti á hverju ári. Það er því til mikils að vinna.

Brynja Björg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Íslenska gámafélagsins,
Sigurður Ástgeirsson verkefnastjóri orkulausna hjá Íslenska gámafélaginu. Haraldur Einarsson,
bóndi á Urriðafossi.

Skylt efni: Umhverfismál | rúlluplast

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...