Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Glyfosat bannað í löndum ESB
Fréttir 20. nóvember 2017

Glyfosat bannað í löndum ESB

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með 2022 verður öll notkun á illgresiseitrinu glyfosat bönnuð í landbúnaði í löndum Evrópusambandsins. Glyfosat er meðal annars virka efnið í Roundup sem margir Íslendingar þekkja.

Leyfi til að nota efnið verður ekki endurnýjað innan aðildarríkja Evrópusambandsins þar sem hreinn meirihluti fyrir endurnýjun þess náðist ekki í atkvæðagreiðslu. Lönd sem meðal annarra voru hliðholl áframhaldandi notkun efnisins voru Danmörk, Bretland og Holland en lönd á móti meðal annarra, Belgía, Frakkland, Ítalía og Lúxemborg.

Málið fer fyrir áfrýjunarnefnd í nóvember, en að öllu óbreyttu mun leyfið renna út 15. desember næstkomandi. 

Rannsóknir sýna að leifar af efninu finnast í um 45% af ræktunarjarðvegi í Evrópu og rannsóknir á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofn-unarinnar og Alþjóðastofnunar um krabbameinsrannsóknir benda til að efnið geti verið krabbameinsvaldandi. 

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...