Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lambhrúturinn Ýmir, en hann tengist þó ekki beint umfjölluninni.
Lambhrúturinn Ýmir, en hann tengist þó ekki beint umfjölluninni.
Á faglegum nótum 8. janúar 2015

Glæsileg útkoma á lömbum í haust

Höfundur: Eyþór Einarsson frá RML
Niðurstöður haustsins eftir lambadóma eru glæsilegri en nokkru sinni áður.
 
Bakmælingar í hrútlömbum voru meiri en áður og mikið af topp einstaklingum.  Kemur þetta heim og saman við niðurstöður úr sláturhúsi, en fallþungi var meiri en áður eða 16,33 kg, gerðin sú hæsta síðan EUROP matið var tekið upp (8,65) en fitan tiltölulega hófleg (6,54).  Hér er að skila sér markviss ræktun sem blómstrar í góðu árferði.  En vænleiki var víða geysimikill, sérstaklega á Norðurlandi og Austurlandi.  Umfang skoðunar í haust var mjög svipað milli ára í skoðun hrútlamba.  Meðaltöl hrútlamba fyrir vöðva- og fituþykkt og lærastig eru sett fram í töflu 1 (sjá töflur hér að neðan).
 
Skoðaðar voru 68.803 gimbrar samkvæmt dómaskráningum í Fjárvísi sem er um 3.000 gimbrum færra en haustið 2013. Margir hóparnir voru ótrúlega öflugir líkt og mælingar segja til um. Sá gimbrahópur sem mældist með þykkasta bakvöðvann að jafnaði var hópurinn á hinu þekkta fjárræktarbúi Akri í Austur-Húnavatnssýslu en þar mældust 79 gimbrar með 33,3 mm þykkan vöðva að meðaltali. Inn á vef RML (www.rml.is) má finna yfirlit yfir öll bú þar sem skoðaðar voru 50 gimbrar eða fleiri með meðalbakvöðaþykkt 27 mm eða meira.
 
Mjög breytilegt er milli héraða hversu stór hluti af lömbum eru skoðuð. Að meðaltali eru 13,1% lamba (hrútar og gimbrar) dæmdar í hverri sýslu miðað við fjölda fæddra lamba. Langhæst er hlutfallið í Strandasýslu, eða 23,2% en minnst í N-Múlasýslu þar sem aðeins 5,7% lambanna hljóta dóma. Ýtarlegra yfirlit verður birt á heimasíðu RML.
 
Met slegin
 
Í meðfylgjandi töflu er birtur listi yfir fimm efstu lambhrúta í hverju héraði.  Þeim er raðað eftir heildarstigum, síðan eftir samanlögðum stigum fyrir frampart, bak og afturpart, síðan eftir bakvöðvaþykkt, þá fituþykkt og síðan lögun bakvöðvans.  Á þessum lista eiga sæðingastöðvahrútarnir allmarga syni. Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum á þar flesta eða 12 talsins. Næstur kemur Baugur 10-899 frá Efstu-Grund með 4 syni.  
 
Hæststigaði lambhrútur landsins er frá Víðikeri í Bárðardal en hann hlaut 90,5 stig, sem er hæsti dómur sem lambhrútur hefur hlotið.  Hrúturinn hefur fengið nafnið Dólgur.  Hann er ættaður frá Kollavík í Svalbarðshreppi, N-Þingeyjarsýslu.  Föðurafi hans er Fjarki 10-150 frá Sandfellshaga 2, sem er félagshrútur í eigu nokkurra bænda þar norður frá. Hvellur 05-969 er móðurafi.  Dólgur var jafnframt það lamb sem mældist með þykkasta bakvöðvann eða 44 mm.
 
Tvö lömb hlutu þann merka dóm að fá 20 stig fyrir læri en sú einkunn hefur ekki áður fallið við lambadóma.  Í öðru tilfellinu var það hrútur frá Litlu-Reykjum í S-þingeyjarsýslu. Sá er undan heimahrút, Óm 13-002 ættuðum frá Bjarnastöðum í Öxarfirði.  Móðirin er út af Snævari 10-875 frá Hesti.  Hitt lambið var gimbur frá Ósabakka 2 í Árnessýslu.
 
Þyngsta lambið sem stigað var í haust var hrútur frá Steinnesi, A-Húnavatssýslu, sonur Roða 10-897 frá Melum en hann vó hvorki meira né minna en 80 kg.    
 
Listi yfir alla lambhrúta sem hafa dóma skráða í Fjárvísi og stiguðust í 86 stig eða meira er að finna á www.rml.is.
 
Áfram lögð áhersla á bætta gerð
 
Þótt víða hafi gerðin í lömbum batnað mikið á síðustu árum og framfarir frá síðustu aldamótum orðið miklar þá eru sóknarfærin næg.  Það sést t.d. í þeim mikla mun sem er á milli búa og svæða í flokkun dilka.  Sækja þarf fram í öllum eiginleikum og ástæða til að hvetja menn áfram til þess að vera duglegir að nýta kosti sæðingastöðvahrútanna. Hafa síðan í huga að allt snýst þetta um að framleiða verðmætari og hagkvæmari vöru sem þarf að standast samkeppni á markaði.
 
 

3 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...