Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nýtt og glæsilegt leiksvæði fyrir börn á Álftanesi.
Nýtt og glæsilegt leiksvæði fyrir börn á Álftanesi.
Mynd / HKr.
Fréttir 11. júní 2020

Glæsileg hönnun en hefur reynst býflugum banvæn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Útlit og notagildi skiptir ekki síður máli í hönnun leiksvæða en annarra mannvirkja. Leiksvæði á Álftanesi á vegum Garðabæjar hefur vakið athygli fyrir mikinn glæsileika en það eru þó fleiri en mannfólkið sem hrífst af leikvellinum. Það gera býflugur nefnilega líka með alvarlegum afleiðingum fyrir þær.

Umrætt leiksvæði er á milli Vesturtúns og Norðurtúns á Álftanesi og er afskaplega litríkt og skemmtilega hannað. Jarðvegurinn er þakinn með gervigrasi sem er ýmist skærgult eða skærblátt. Þetta gervigras grípur sannarlega augu þeirra sem framhjá fara, en það á ekki bara við mannfólk af öllum stærðum, heldur líka býflugur. Þær sækja greinilega í þessa miklu litadýrð og telja ugglaust að um veglegt matarborð sé að ræða.

Bjargarlaus býfluga í fallegu gervigrasi á leikvellinum á Álftanesi. Þessi var þó heppin og var bjargað úr prísundinni af ljósmyndaranum.

Býflugur eru frekar klunnalega byggðar og ættu í raun vart að geta flogið, en gera það samt af mikilli snilld. Þegar þær lenda hins vegar í gervigrasi eins og er á leikvellinum á Álftanesi eiga þær erfitt með að fóta sig. Oftar en ekki verða þær afvelta og komast ekki á loft að nýju og drepast.

Þegar spurst var fyrir um málið hjá Garðabæ var greinilegt að hönnuðir höfðu ekki áttað sig á þeim neikvæða eiginleika gervigrassins að laða til sín býflugur. Það virðist því vera verðugt verkefni fyrir arkitekta og hönnuði efna sem notuð eru á leikvelli að fara í rannsókn á þessum áhrifum, ekki síður en að rannsaka fallöryggi á slíkum svæðum. Allavega verðum við mannfólkið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir býflugnadauða ef þess er nokkur kostur.

Býflugnadauði vegna eiturefna­notkunar í landbúnaði er orðið stórvandamál víða um lönd þó það eigi kannski ekki við á Íslandi. Samt ber okkur skylda til að verja býflugurnar fyrir áföllum, því án býflugna á jörðinni tímgast nytjajurtir ekki frekar en falleg blóm. Án þeirra myndi mannkynið líklega heldur ekki lifa ýkja lengi á jörðinni. 

Skylt efni: býflugur | býflugnadauði

Rauðgrönótt kvíga fæddist  á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi
Fréttir 17. maí 2021

Rauðgrönótt kvíga fæddist á Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi

Nýlega kom í bæinn mjög falleg hvít kvíga á bænum Syðri-Gróf 2 í Flóahreppi þar ...

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt
Fréttir 17. maí 2021

Framleiða á frumuvaka og önnur prótein fyrir frumuræktað kjöt

Umhverfisstofnun hefur samþykkt umsókn ORF Líftækni hf. um leyfi fyrir útiræktun...

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar
Fréttir 17. maí 2021

Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar

Aðalfundur VOR (félags bænda í lífrænum búskap og fullvinnslu afurða) hélt aðalf...

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina
Fréttir 14. maí 2021

Sveitahljómurinn ómar inn í helgina

Nýr Sveitahljómur er nú aðgengilegur í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þes...

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda
Fréttir 14. maí 2021

Axel Sæland kjörinn formaður Sambands garðyrkjubænda

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda fór fram í Þykkvabæ fyrr í dag og var Axel Sæ...

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt
Fréttir 14. maí 2021

Landgræðslu- og landsáætlun í skógrækt

Drög að landgræðsluáætlun og lands­áætlun í skógrækt eru nú til kynningar á vefs...

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?
Fréttir 12. maí 2021

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra teki...

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða
Fréttir 12. maí 2021

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða

Sauðburður er víðast hvar kominn í gang og gengur eftir atvikum vel, að því er S...