Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýtt og glæsilegt leiksvæði fyrir börn á Álftanesi.
Nýtt og glæsilegt leiksvæði fyrir börn á Álftanesi.
Mynd / HKr.
Fréttir 11. júní 2020

Glæsileg hönnun en hefur reynst býflugum banvæn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Útlit og notagildi skiptir ekki síður máli í hönnun leiksvæða en annarra mannvirkja. Leiksvæði á Álftanesi á vegum Garðabæjar hefur vakið athygli fyrir mikinn glæsileika en það eru þó fleiri en mannfólkið sem hrífst af leikvellinum. Það gera býflugur nefnilega líka með alvarlegum afleiðingum fyrir þær.

Umrætt leiksvæði er á milli Vesturtúns og Norðurtúns á Álftanesi og er afskaplega litríkt og skemmtilega hannað. Jarðvegurinn er þakinn með gervigrasi sem er ýmist skærgult eða skærblátt. Þetta gervigras grípur sannarlega augu þeirra sem framhjá fara, en það á ekki bara við mannfólk af öllum stærðum, heldur líka býflugur. Þær sækja greinilega í þessa miklu litadýrð og telja ugglaust að um veglegt matarborð sé að ræða.

Bjargarlaus býfluga í fallegu gervigrasi á leikvellinum á Álftanesi. Þessi var þó heppin og var bjargað úr prísundinni af ljósmyndaranum.

Býflugur eru frekar klunnalega byggðar og ættu í raun vart að geta flogið, en gera það samt af mikilli snilld. Þegar þær lenda hins vegar í gervigrasi eins og er á leikvellinum á Álftanesi eiga þær erfitt með að fóta sig. Oftar en ekki verða þær afvelta og komast ekki á loft að nýju og drepast.

Þegar spurst var fyrir um málið hjá Garðabæ var greinilegt að hönnuðir höfðu ekki áttað sig á þeim neikvæða eiginleika gervigrassins að laða til sín býflugur. Það virðist því vera verðugt verkefni fyrir arkitekta og hönnuði efna sem notuð eru á leikvelli að fara í rannsókn á þessum áhrifum, ekki síður en að rannsaka fallöryggi á slíkum svæðum. Allavega verðum við mannfólkið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir býflugnadauða ef þess er nokkur kostur.

Býflugnadauði vegna eiturefna­notkunar í landbúnaði er orðið stórvandamál víða um lönd þó það eigi kannski ekki við á Íslandi. Samt ber okkur skylda til að verja býflugurnar fyrir áföllum, því án býflugna á jörðinni tímgast nytjajurtir ekki frekar en falleg blóm. Án þeirra myndi mannkynið líklega heldur ekki lifa ýkja lengi á jörðinni. 

Skylt efni: býflugur | býflugnadauði

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...