Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýtt og glæsilegt leiksvæði fyrir börn á Álftanesi.
Nýtt og glæsilegt leiksvæði fyrir börn á Álftanesi.
Mynd / HKr.
Fréttir 11. júní 2020

Glæsileg hönnun en hefur reynst býflugum banvæn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Útlit og notagildi skiptir ekki síður máli í hönnun leiksvæða en annarra mannvirkja. Leiksvæði á Álftanesi á vegum Garðabæjar hefur vakið athygli fyrir mikinn glæsileika en það eru þó fleiri en mannfólkið sem hrífst af leikvellinum. Það gera býflugur nefnilega líka með alvarlegum afleiðingum fyrir þær.

Umrætt leiksvæði er á milli Vesturtúns og Norðurtúns á Álftanesi og er afskaplega litríkt og skemmtilega hannað. Jarðvegurinn er þakinn með gervigrasi sem er ýmist skærgult eða skærblátt. Þetta gervigras grípur sannarlega augu þeirra sem framhjá fara, en það á ekki bara við mannfólk af öllum stærðum, heldur líka býflugur. Þær sækja greinilega í þessa miklu litadýrð og telja ugglaust að um veglegt matarborð sé að ræða.

Bjargarlaus býfluga í fallegu gervigrasi á leikvellinum á Álftanesi. Þessi var þó heppin og var bjargað úr prísundinni af ljósmyndaranum.

Býflugur eru frekar klunnalega byggðar og ættu í raun vart að geta flogið, en gera það samt af mikilli snilld. Þegar þær lenda hins vegar í gervigrasi eins og er á leikvellinum á Álftanesi eiga þær erfitt með að fóta sig. Oftar en ekki verða þær afvelta og komast ekki á loft að nýju og drepast.

Þegar spurst var fyrir um málið hjá Garðabæ var greinilegt að hönnuðir höfðu ekki áttað sig á þeim neikvæða eiginleika gervigrassins að laða til sín býflugur. Það virðist því vera verðugt verkefni fyrir arkitekta og hönnuði efna sem notuð eru á leikvelli að fara í rannsókn á þessum áhrifum, ekki síður en að rannsaka fallöryggi á slíkum svæðum. Allavega verðum við mannfólkið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir býflugnadauða ef þess er nokkur kostur.

Býflugnadauði vegna eiturefna­notkunar í landbúnaði er orðið stórvandamál víða um lönd þó það eigi kannski ekki við á Íslandi. Samt ber okkur skylda til að verja býflugurnar fyrir áföllum, því án býflugna á jörðinni tímgast nytjajurtir ekki frekar en falleg blóm. Án þeirra myndi mannkynið líklega heldur ekki lifa ýkja lengi á jörðinni. 

Skylt efni: býflugur | býflugnadauði

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...