Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændur eru flestir hverjir lítið spenntir fyrir drögum að nýjum búvörusamningi, þ.e. þeim hluta sem snýr að breytingum á umhverfi kúabænda.
Bændur eru flestir hverjir lítið spenntir fyrir drögum að nýjum búvörusamningi, þ.e. þeim hluta sem snýr að breytingum á umhverfi kúabænda.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 24. febrúar 2016

Getur leitt til offramleiðslu sem leiðir af sér lægra verð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það var heldur þungt hljóðið í fundarmönnum á félagsfundi eyfirskra kúabænda sem haldinn var í Hlíðarbæ í liðinni viku og var sumum jafnvel heldur heitt í hamsi. Flestir þeirra sem til máls tóku í almennum umræðum voru lítt spenntir fyrir þeim samningsdrögum sem fyrir liggja varðandi nýjan búvörusamning.
 
Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er lýst yfir miklum áhyggjum vegna þeirra samningsdraga sem bændum hafa verið kynnt, „þar sem gert er ráð fyrir að allri framleiðslustýringu verði hætt og að eitt verð gildi fyrir alla mjólk. Fundurinn telur að slíkt fyrirkomulag geti leitt til offramleiðslu sem óhjákvæmilega muni lækka verð til bænda,“ segir í ályktuninni.
 
Skoraði fundurinn á Bænda­samtökin og Landssamband kúabænda að skoða allar hugmyndir um nýjan samning og þær metnar út frá hagsmunum bænda og samfélagsins.  Lagði fundurinn til að Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands, yrði fengin í þá vinnu og að um leið verði tryggt að fulltrúar afurðasölufélaganna komi að borðinu og fái tækifæri til að koma sjónarmiðum félaganna á framfæri við samningagerðina.
 
Þjóðhagslega óhagkvæmt að leggja greiðslumarkskerfið niður
 
Ragnar hélt erindi á fundinum og greindi frá niðurstöðum rannsóknarhóps sem hann setti saman til að kanna hugsanlegar afleiðingar breytinga á styrkjakerfi mjólkurframleiðslunnar. 
 
Ragnar Árnason prófessor.
Niðurstaða hópsins er sú að þjóðhagslega óhagkvæmt sé að leggja greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslunni af, en um slíkt hefur verið rætt í viðræðum ríkis og bænda um nýjan búvörusamning. Í stað greiðslumarkskerfisins er hugmyndin að taka upp greiðslur á alla framleiðslu. 
Líkur er á því samkvæmt rannsókn Ragnars að slíkt fyrirkomulag leiði til offramleiðslu sem kostar bæði bændur og þjóðfélagið mikla fjármuni. 
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...