Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 17. júlí 2019

Gera ekki ráð fyrir að draga úr losun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úttekt á losun kolefnis hjá þeim stórfyrirtækjum sem losa mest sýnir að fjórðungur þeirra standast ekki kröfur um losun eða að draga úr henni. Enn fremur sýnir úttektin að innan við helmingur fyrirtækjanna tekur tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við áætlana- og ákvörðunartöku.

Samkvæmt úttekt Grantham rannsóknarstofnunarinnar í loftslagsmálum, sem starfrækt er við London School of Economics, eiga mörg stórfyrirtæki sem losa mikið af kolefnum úr í andrúmsloftið langt í land með að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að draga úr losun. Hjá um fjórðungi fyrirtækjanna er losunin langt yfir viðmiðunarmörkum, mörg fyrirtæki neita að gefa upplýsingar um magn losunarefna og ríflega helmingur þeirra virðist ekki hafa í hyggju að draga úr losuninni þar sem ekki er tekið tillit til hennar í áætlanagerð þeirra.

Úttekt Grantham-rannsókna­stofnunarinnar náði til 274 þeirra stórfyrirtækja í heiminum sem eru opinberlega skráð og losa mest af kolefni út í andrúmsloftið. Af 160 fyrirtækjunum sem losa mest höfðu einungis 20, eða eitt af hverjum átta á heimsvísu, dregið úr losun í því magni að það standist kröfur Parísasamkomulagsins. Úttektin sýndi einnig að einungis 12% fyrirtækjanna hafi gert áætlanir eða sýni raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Fyrirtækin sem um ræðir starfa á sviði olíu- og gasframleiðslu, ál-, orku- og bifreiðaframleiðslu auk flugsamgangna. Losun fyrirtækjanna er samtals talin nema meira en 40% af allri losun einkafyrirtækja í heiminum.

Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...