Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 17. júlí 2019

Gera ekki ráð fyrir að draga úr losun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úttekt á losun kolefnis hjá þeim stórfyrirtækjum sem losa mest sýnir að fjórðungur þeirra standast ekki kröfur um losun eða að draga úr henni. Enn fremur sýnir úttektin að innan við helmingur fyrirtækjanna tekur tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við áætlana- og ákvörðunartöku.

Samkvæmt úttekt Grantham rannsóknarstofnunarinnar í loftslagsmálum, sem starfrækt er við London School of Economics, eiga mörg stórfyrirtæki sem losa mikið af kolefnum úr í andrúmsloftið langt í land með að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að draga úr losun. Hjá um fjórðungi fyrirtækjanna er losunin langt yfir viðmiðunarmörkum, mörg fyrirtæki neita að gefa upplýsingar um magn losunarefna og ríflega helmingur þeirra virðist ekki hafa í hyggju að draga úr losuninni þar sem ekki er tekið tillit til hennar í áætlanagerð þeirra.

Úttekt Grantham-rannsókna­stofnunarinnar náði til 274 þeirra stórfyrirtækja í heiminum sem eru opinberlega skráð og losa mest af kolefni út í andrúmsloftið. Af 160 fyrirtækjunum sem losa mest höfðu einungis 20, eða eitt af hverjum átta á heimsvísu, dregið úr losun í því magni að það standist kröfur Parísasamkomulagsins. Úttektin sýndi einnig að einungis 12% fyrirtækjanna hafi gert áætlanir eða sýni raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Fyrirtækin sem um ræðir starfa á sviði olíu- og gasframleiðslu, ál-, orku- og bifreiðaframleiðslu auk flugsamgangna. Losun fyrirtækjanna er samtals talin nema meira en 40% af allri losun einkafyrirtækja í heiminum.

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...