Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Geitakjöt eftirsótt
Fréttir 27. maí 2015

Geitakjöt eftirsótt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinsældir geitakjöts hafa aukist mikið á Bretlandseyjum undanfarið og nú er svo komið að ræktendur geita hafa ekki undan að framleiða kjöt. Kjöt af kið er fitusnautt en ríkt af próteini og járn.

Eftirspurnin eftir kjötinu er svo mikil að tímaritið Observer Food Monthly hefur útnefnt það áhugaverðasta kjöt ársins 2015 og vinsælir matsölustaðir keppast við að bjóða það í matseðlum sínum. Framboð á geitakjöti í Bretlandi hefur verið takmarkað alveg eins og hér á landi enda geitastofnar beggja landa litlir.

Geitakjötið sem í boði er á Bretlandi er mest af ungum höfum þar sem huðnur fara í áframeldi til framleiðslu á geitamjólk og ostum. Árlega er slátrað um 30.000 geitum þar í landi. Auknar vinsældir kjötsins hafa komið geitabændum skemmtilega á óvart því fram til þessa hafa Bretar verið tregir til að borða geitakjör þar sem hefð fyrir átinu er lítil. 

Skylt efni: geitur | Búfjárafurðir

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.