Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Geitafjárræktarfélag Íslands fær aðild að BÍ
Fréttir 5. mars 2015

Geitafjárræktarfélag Íslands fær aðild að BÍ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2015 samþykkir að Geitafjárræktarfélag Íslands fái aðild að Bændasamtökum Íslands.

Umsókn um aðild að Bændasamtökum Íslands:

Geitfjárræktarfélag Íslands óskar hér með eftir aðild að Bændasamtökum Íslands.
Geitfjárhald hefur aukist verulega á síðast liðnum árum og framleiðsla afurða af geitum jafnframt aukist og eftirspurn eftir afurðum verið meiri en framboð. Markmið GÍ er að koma sem flestum úr því að horfa á geitina sem gæludýr í það að nýta  hana sem atvinnuskapandi bústofn.

Fjölmörg tækifæri felast í aðild félagsins að Bændasamtökum Íslands. Þannig verður GÍ kleift að gerast aðili að næsta búvörulagasamingi milli ríkisins og Bændasamtakanna, auk þess veitir aðild aðgang að faglegri þjónustu, gæðastýringu og  rafrænu skýrsluhaldi.

Á síðustu 7 árum hefur bæði geitum og geitfjáreigendum fjölgað. Árið 2005 voru um 340 geitur í 48 hjörðum en nú um þessar mundir eru u.þ.b. 900 geitur í 92 hjörðum. Meðalfjöldi geita í hverri hjörð er því innan við 10 dýr, sem segir sitt um hversu litlir framleiðslumöguleikar eru fyrir hendi á hverju búi. Nokkur bú eru til sem hafa alla burði til að gefa af sér nokkurt magn afurða.

Geitin hefur jákvæða ímynd meðal þjóðarinnar m.a. í ljósi þess hve mikil hætta steðjar að hinum litla stofni íslensku geitarinnar. Það er því mjög jákvætt fyrir BÍ að taka geitina upp á arma sína með GÍ sem búgreinafélag með aðild að BÍ. Stjórnmálamenn þjóðarinnar hafa á undan förnum misserum lagt áherslu á að framtíð geitarinnar verði tryggð.

Geitfjárrækt getur verið góður stuðningur fyrir aðrar búgreinar, svo sem fyrir ferðaþjónustubændur með sölu geitaafurða (osta, mjólkur, geitakjöts), ásamt því að þessir bændur geta auðgað mannlíf í nágrenni sínu með því að leyfa ferðamönnum að klappa og kela við kiðlinga. Auk þess er kasmir geitarinnar verðmæt afurð sem gefa þarf gaum og auka nýtingu á. 

Geitfjárræktarfélag Íslands telur að geitfjárrækt eigi bjarta framtíð fyrir sér hér á landi og með góðum stuðningi frá stjórnvöldum og Bændasamtökum Íslands muni stofninn öðlast þann sess sem honum ber og geitaafurðir muni auka á fjölbreytni í fæðuframboði okkar.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...