Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá setningu aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda 2018.
Frá setningu aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda 2018.
Mynd / smh
Fréttir 16. apríl 2018

Gæðastýringar- og býlisstuðningsgreiðslur verði frystar í fjögur ár

Höfundur: smh
Á nýliðnum aðalfundi Lands­samtaka sauðfjárbænda (LS) var samþykkt tillaga úr endur­skoðunarnefnd um breytingar á greiðslu­fyrir­komulagi til sauðfjárbænda frá gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar milli ríkis og sauðfjárbænda. Í þeim er meðal annars gert ráð fyrir að stuðningsgreiðslur vegna gæðastýringar og býlisstuðnings verði frystar á hverri jörð frá og með árslokum 2018 til ársins 2023.
 
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS, segir að tillagan gangi fyrst og fremst út á að frysta greiðslur í samningnum með ákveðnum undantekningum og með það að markmiði að minnka framleiðsluhvata. 
 
Tillagan verði höfð að leiðarljósi við endurskoðun sauðfjársamnings.
 
Brostinn rekstrargrundvöllur
 
Í ályktun fundarins vegna tillögunnar segir að þetta sé gert vegna hruns í afurðaverði og þar af leiðandi brostins rekstrargrundvallar sauðfjárbúa. 
 
Er gert ráð fyrir að greiðslurnar verði frystar eins og þær líta út í ársáætlun 2018, en samt með viðmið í framleiðslu betra ársins í afkomu af árunum 2016 og 2017. „Greiðslur verði skilyrtar við búsetu og atvinnurekstur á viðkomandi jörð. Greiðslumark verði áfram framseljanlegt og geta greiðslur þess vegna flust búa á milli í samræmi við viðskipti bænda þar um. 
 
Framlög samkvæmt samningnum árin 2019, 2020, 2021 og 2022 verði þau sömu og árið 2018 að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og vatnshalla samnings,“ segir í ályktuninni.
 
Gert er ráð fyrir að ásetnings­hlutfall fari ekki undir 0,5 en einstökum bændum verði heimilt að draga meira úr eða hætta sauðfjárframleiðslu og halda öllum eða hluta af sínum greiðslum gegn tilteknum skilyrðum. 
 
Til dæmis gæti það verið af aldurstengdum ástæðum eða vegna fjárfestinga eða uppbygginga á jörðunum.
 
Þráðurinn tekinn upp aftur frá 2023
 
Frá árinu 2023 er, samkvæmt tillögunni, gert ráð fyrir að greiðslufyrirkomulagið taki upp þráðinn aftur í samningnum eins og því er lýst fyrir árið 2019 og haldi þannig áfram.
 
Tillaga aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Miðað við sama verðlag og reiknað var með í gerð sauðfjársamnings, geta greiðslur til sauðfjárbænda litið út með þessum hætti til ársins 2023.
 
Greiðslur samkvæmt gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar.
 
 
Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.