Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá setningu aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda 2018.
Frá setningu aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda 2018.
Mynd / smh
Fréttir 16. apríl 2018

Gæðastýringar- og býlisstuðningsgreiðslur verði frystar í fjögur ár

Höfundur: smh
Á nýliðnum aðalfundi Lands­samtaka sauðfjárbænda (LS) var samþykkt tillaga úr endur­skoðunarnefnd um breytingar á greiðslu­fyrir­komulagi til sauðfjárbænda frá gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar milli ríkis og sauðfjárbænda. Í þeim er meðal annars gert ráð fyrir að stuðningsgreiðslur vegna gæðastýringar og býlisstuðnings verði frystar á hverri jörð frá og með árslokum 2018 til ársins 2023.
 
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS, segir að tillagan gangi fyrst og fremst út á að frysta greiðslur í samningnum með ákveðnum undantekningum og með það að markmiði að minnka framleiðsluhvata. 
 
Tillagan verði höfð að leiðarljósi við endurskoðun sauðfjársamnings.
 
Brostinn rekstrargrundvöllur
 
Í ályktun fundarins vegna tillögunnar segir að þetta sé gert vegna hruns í afurðaverði og þar af leiðandi brostins rekstrargrundvallar sauðfjárbúa. 
 
Er gert ráð fyrir að greiðslurnar verði frystar eins og þær líta út í ársáætlun 2018, en samt með viðmið í framleiðslu betra ársins í afkomu af árunum 2016 og 2017. „Greiðslur verði skilyrtar við búsetu og atvinnurekstur á viðkomandi jörð. Greiðslumark verði áfram framseljanlegt og geta greiðslur þess vegna flust búa á milli í samræmi við viðskipti bænda þar um. 
 
Framlög samkvæmt samningnum árin 2019, 2020, 2021 og 2022 verði þau sömu og árið 2018 að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og vatnshalla samnings,“ segir í ályktuninni.
 
Gert er ráð fyrir að ásetnings­hlutfall fari ekki undir 0,5 en einstökum bændum verði heimilt að draga meira úr eða hætta sauðfjárframleiðslu og halda öllum eða hluta af sínum greiðslum gegn tilteknum skilyrðum. 
 
Til dæmis gæti það verið af aldurstengdum ástæðum eða vegna fjárfestinga eða uppbygginga á jörðunum.
 
Þráðurinn tekinn upp aftur frá 2023
 
Frá árinu 2023 er, samkvæmt tillögunni, gert ráð fyrir að greiðslufyrirkomulagið taki upp þráðinn aftur í samningnum eins og því er lýst fyrir árið 2019 og haldi þannig áfram.
 
Tillaga aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Miðað við sama verðlag og reiknað var með í gerð sauðfjársamnings, geta greiðslur til sauðfjárbænda litið út með þessum hætti til ársins 2023.
 
Greiðslur samkvæmt gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar.
 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...