Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Fyrsti áfanginn er kominn í gagnið og munu fimm jafnstórar einingar rísa til ársins 2030.
Athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Fyrsti áfanginn er kominn í gagnið og munu fimm jafnstórar einingar rísa til ársins 2030.
Mynd / Laxey
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið samkvæmt áætlun. Landeldi gæti orðið umfangsmeira en sjóeldi á næstu árum.

Laxey hefur lokið við gerð seiðahússins við Friðarhöfn og er það komið í fulla framleiðslu. Fyrstu hrognin voru tekin inn í nóvember í fyrra og síðan þá hefur verið tekið á móti þremur hópum. Nú eru um þrjár milljónir seiða í stöðinni í Friðarhöfn. Þetta segir Lárus Ásgeirsson, starfandi stjórnarformaður, í samtali við Bændablaðið.

Lárus Ásgeirsson er starfandi stjórnarformaður Laxeyjar.
Seiðin 150 grömm við flutning

Fyrsti seiðahópurinn taldi 230.000 einstaklinga og var fluttur með sérstökum tankbílum í áframeldið í Viðlagafjöru um miðjan nóvember. Þá voru seiðin að meðaltali 150 grömm að þyngd og í kringum 20–25 sentímetra löng. Í Friðarhöfn eru seiðin í fersku vatni, en í áframeldinu eru þau í saltvatni sem kemur úr borholum í Viðlagafjöru. Þegar kemur að slátrun í nóvember á næsta ári ættu fiskarnir að vega fimm kílógrömm að meðaltali.

Selja lifandi seiði

Uppbyggingin í Viðlagafjöru er í sex megináföngum. Fyrsta framkvæmdaeiningin er komin í gagnið, en hún samanstendur af sex 900 rúmmetra tönkum og átta 5.000 rúmmetra tönkum. Fimm jafnstórar einingar munu bætast við og eru áætluð verklok árið 2030. Samhliða þessu hefur einnig risið fóðurgeymsla, sláturhús og annað þjónustuhúsnæði. Fyrsta framkvæmdaeiningin getur framleitt um 5.000 tonn af lifandi fiski en þegar fullri framleiðslugetu er náð mun landeldið í Viðlagafjöru geta framleitt um 27 þúsund tonn af slægðum laxi á ári.

Fyrirtækið hefur jafnframt áform um að selja stórseiði til annarra aðila í fiskeldi hérlendis, en í seiðaeldinu í Friðarhöfn verður mjög mikil umframframleiðslugeta fyrstu árin. Þá eru seiðin afhent 300 til 1.000 gramma þung, en með því að afhenda seiðin svona stór er hægt að stytta vaxtartíma þeirra í sjóeldi úr tveimur vetrum í einn.

Lárus segir laxeldisfisk í dag vera minna en eitt prósent af öllum framleiddum laxi í heiminum, en miðað við þau áform sem eru komin í farveg er gert ráð fyrir miklum vexti. Þegar öll fyrirtækin sem eru komin af stað á Íslandi verða komin í fulla virkni má gera ráð fyrir um 150 þúsund tonna framleiðslu á ári. „Þá verða Íslendingar stærstir í landeldi á laxi í heiminum,“ segir Lárus. Til samanburðar nefnir hann að í dag séu framleidd á bilinu 40–50 þúsund tonn af laxi í sjóeldi við Íslandsstrendur, en það má jafnframt búast við talsverðum vexti þar á næstu árum.

Vilja fullnýta úrgang

Úr fiskeldi á landi fellur til mikill lífrænn áburður. Lárus segir að fyrirtækið áformi fyrst um sinn að dreifa honum á ógróið land, en langtímaáformin snúa að því að koma upp farvegi til að fullvinna áburðinn hérlendis.

„Við vorum kannski bjartsýnni fyrir ári síðan, en af þessu verður þegar landeldið er komið á fullan snúning.

Þangað til munum við annars vegar dreifa úrgangi á sanda og hraun eða að við munum flytja þennan úrgang út,“ segir Lárus. Fyrirtækið hefur verið í samræðum við aðila sem flytja úrganginn með tankskipum og framleiða úr honum lífgas og áburð í Noregi.

Skylt efni: Laxeyjar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...