Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Mynd / ghp
Fréttir 28. janúar 2025

Fyrstu áform ráðherra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar sitt fyrsta skjal á nýju ári. Ráðuneytið áformar að breyta jarðalögum.

Þann 14. janúar sl. birtist í samráðsgátt áformaskjal vegna frumvarps til laga um breytingar á jarðalögum nr. 81/2004. Í þeim er lagt til að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum.

Áformunum er ætlað að bregðast við tilteknum vandkvæðum og stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign. Í fylgiskjölum kemur fram að jörðum í fjölmennri óskiptri sameign hafi fjölgað umtalsvert á undanförnum tveimur áratugum og eigendahópar orðið fjölmennari, t.d. vegna erfða.

Umsagnarfresti lauk 21. janúar en Bændasamtökin ein skiluðu inn umsögn. Þar fagna þau áformunum og styðja markmið þeirra, sem eru m.a. að stuðla að nýtingu jarða í samræmi við landkosti, virkri ákvörðunartöku og skýru fyrirsvari. Skipulag landbúnaðarlands, vernd þess og mikilvægi fyrir fæðuöryggi, matvælaöryggi og þjóðaröryggi séu grundvallaratriði fyrir framtíðarhag þjóðarinnar.

Samtökin leggja til að gengið verði lengra og sameigendum, sem falla undir tiltekin ákvæði og þegar fjöldi eigenda er komin yfir 5–10, gert skylt að stofna félag um eignarhaldið.

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...