Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Frá Eyjafirði. Áform eru um að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum með það að markmiði að stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign.
Mynd / ghp
Fréttir 28. janúar 2025

Fyrstu áform ráðherra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar sitt fyrsta skjal á nýju ári. Ráðuneytið áformar að breyta jarðalögum.

Þann 14. janúar sl. birtist í samráðsgátt áformaskjal vegna frumvarps til laga um breytingar á jarðalögum nr. 81/2004. Í þeim er lagt til að þrengja ákvæði um forkaupsrétt sameigenda að jörðum.

Áformunum er ætlað að bregðast við tilteknum vandkvæðum og stemma stigu við vaxandi fjölda jarða í fjölmennri sameign. Í fylgiskjölum kemur fram að jörðum í fjölmennri óskiptri sameign hafi fjölgað umtalsvert á undanförnum tveimur áratugum og eigendahópar orðið fjölmennari, t.d. vegna erfða.

Umsagnarfresti lauk 21. janúar en Bændasamtökin ein skiluðu inn umsögn. Þar fagna þau áformunum og styðja markmið þeirra, sem eru m.a. að stuðla að nýtingu jarða í samræmi við landkosti, virkri ákvörðunartöku og skýru fyrirsvari. Skipulag landbúnaðarlands, vernd þess og mikilvægi fyrir fæðuöryggi, matvælaöryggi og þjóðaröryggi séu grundvallaratriði fyrir framtíðarhag þjóðarinnar.

Samtökin leggja til að gengið verði lengra og sameigendum, sem falla undir tiltekin ákvæði og þegar fjöldi eigenda er komin yfir 5–10, gert skylt að stofna félag um eignarhaldið.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...