Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Æðarfugl heldur sig á sjó nema á varptímanum.
Æðarfugl heldur sig á sjó nema á varptímanum.
Mynd / Æðarræktarfélag Ís.
Fréttir 29. október 2023

Fyrsta tilfellið í æðarfugli

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrsta tilfellið af skæðri fuglaflensu hefur nú verið staðfest í æðarfugli við Íslandsstrendur.

Matvælastofnun tilkynnti um það í byrjun október að dauður æðarfugl í Ólafsfirði hafi reynst vera með sama sjaldgæfa veirustofn af flensunni og fannst í dauðum haferni um miðjan september.

Veirurnar sem greindust nú í haferninum og æðarfuglinum eru af stofninum HPAI H5N5 sem ekki hefur áður greinst hér á landi. Veirustofninn, sem hefur verið ríkjandi í Evrópu frá árinu 2021 og herjaði á íslenskar fuglategundir síðastliðið vor, er af gerðinni HPAI H5N1. Brigitte Brugger, sérgreina-dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að almennt séu tilkynningar nú fátíðar frá almenningi hérlendis um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum og því ekki vísbending um alvarleg afföll í villtum fuglum nú í haust. „Allar skæðar fuglaflensuveirur HPAI af gerðinni H5 – og reyndar líka H7 – eru sjúkdómsvaldandi fyrir fugla.

Þó er misjafnt hversu næmir villtir fuglar eru fyrir sjúkdóm, eða með öðrum orðum hversu meinvirk tiltekin arfgerð H5 veirunnar er fyrir villta fugla. Það er gengið út frá því að þessi veira H5N5 geti verið jafnskæð og H5N1, en er með litla útbreiðslu í heiminum eins og er,“ segir Brigitte. Hún biðlar til almennings um að láta Matvælastofnun vita ef veikir og dauðir villtir fuglar finnast.

„Við höfum ekki heyrt um staðfesta fuglaflensu í æðarfugli nema í þessu eina tilfelli,“ segir Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Æðaræktarfélags Íslands. „Við erum með leiðbeiningar á heimasíðunni okkar frá Matvælastofnun um hvernig bregðast eigi við ef fólk finnur dauða fugla. Þessum leiðbeiningum hefur verið dreift til æðarbænda. Þegar fuglaflensan kom hingað þá höfðum við samband við stofnunina og þeir sögðu að þessar leiðbeiningar væru enn í fullu gildi.

Stjórn Æðaræktarfélags Íslands hefur fylgst með þróun mála en þar sem æðarfuglinn heldur sig alfarið á sjó nema á varptímanum, þá verðum við að sjá hvað gerist í vor.

Skylt efni: fuglaflensa | æðarfugl

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...