Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rússneska gasflutningaskipið Christophe de Margerie var fyrsta flutningaskipið sem siglir um norðurslóðir til Asíu án aðstoðar ísbrjóts. Hér bakkar skipið á fullu í gegnum ísinn.
Rússneska gasflutningaskipið Christophe de Margerie var fyrsta flutningaskipið sem siglir um norðurslóðir til Asíu án aðstoðar ísbrjóts. Hér bakkar skipið á fullu í gegnum ísinn.
Mynd / Sovcomflot
Fréttir 15. september 2017

Fyrsta flutningaskipið sem siglir án aðstoðar ísbrjóts um norðausturleiðina

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Rússneskt gasflutningaskip varð í síðasta mánuði fyrsta flutningaskipið til að sigla frá Evrópu til Asíu um norðausturleiðina (Northern Sea Route – NSR) án aðstoðar ísbrjóts og það á mettíma.
 
Skipið, sem heitir Christophe de Margerie, er í eigu rússneska félagsins PAO Sovcomflot (SFC Group), lagði upp frá Noregi 4. ágúst fulllestað gasi í Hammerfest í Noregi og sigldi um íshafið til Boryeong í Suður-Kóreu á aðeins 19 dögum.
 
Christophe de Margerie var smíðað í Suður-Kóreu og er um 80 þúsund tonn. 
 
Siglingin um sjálfa Norðurleiðina eins og hún er skilgreind norður af Síberíu tók aðeins  6 daga, 12 klukkustundir og 15 mínútur. Það er siglingaleiðin frá Zhelaniya-höfða á Novaya Zemlya til Dezhnev-höfða á Chukotka sem er austasti hluti Rússlands. Þetta eru 2.193 sjómílur eða 4.060 kílómetrar.
 
Meðalsiglingahraði skipsins var 14 sjómílur á klukkustund þrátt fyrir þá staðreynd að á hluta leiðarinnar þurfti skipið að brjóta sér leið í gegnum 1,2 metra þykkan ís. 
 
Ferð skipsins var farin á um 30% styttri tíma en það hefði tekið skipið að sigla hefðbundna leið í gegnum Miðjarðarhaf, Súesskurð, yfir Indlandshaf og Norður-Kyrrahaf að því er fram kemur í fréttatilkynningu skipafélagsins. 
 
80 þúsund tonn og sérstyrkt til siglinga í ís
 
Christophe de Margerie er um margt merkilegt skip. Það er rúmlega 80 þúsund tonn (D.W.T) að stærð og sérstyrkt til siglinga í ís. Það er í raun hálfgerður ísbrjótur sem siglir undir fána Kýpur. 
 
Skipið var smíðað hjá Daewoo Shipbuilding Marine Engineering (DSME) á Geoje-eyju í Suður-Kóreu og afhent í mars 2017.
 
Skipið er 299 metrar að lengd, 50 metrar að breidd og dýpt þess er 26,5 metrar. Mesti siglingarhraði skipsins er 19,5 sjómílur.
 
Það var sérstaklega smíðað fyrir Sovcomflot til að sinna svokölluðu Yamal LNG verkefni sem snýst um að sinna flutningum um Karahaf og Ob-flóa allt árið um kring. Skipið var afhent eigendum sínum 27. mars 2017 eftir vel heppnaða tilraunasiglingu um Karahaf og Laptevhaf. Skipið á að geta siglt í gegnum allt að 2,1 metra þykkan ís og er flokkað sem Arc7 skip, sem er hæsti staðall sem til er fyrir flutningaskip. Afl skipsins mælist 45 megawött  sem er sambærilegt og í nútíma kjarnorkuknúnum ísbrjótum.
 
Búið einstökum finnskum skrúfubúnaði
 
Skipið er búið þrem Azipod-skrúfum sem hannaðar eru af ABB í Finnlandi og hægt að snúa um 360 gráður. Þessar skrúfur gefa skipstjórnanda möguleika á að bakka á fullri ferð í ísstálið og virka skrúfurnar þá sem eins konar hakkavélar við að mala ísinn sem brotnar undan þunga skipsins.  
 
Eigandi skipsins, PAO Sovcomflot, eða SFC Group, sem stendur fyrir „öryggið fyrst og fremst“, eða „Safety Comes First“, er eitt af leiðandi skipafélögum heimsins. Það sérhæfir sig í flutningum á hráolíu og öðrum olíuvörum eins og gasi. Einnig sinnir félagið þjónustu við olíu- og gasverkefni á úthafinu.
 
Floti fyrirtækisins samanstendur af 150 skipum með flutningsgetu upp á 13,1 milljón tonna, samkvæmt heimasíðu félagsins. Þar af eru 124 tankskip, 13 gasflutningaskip (LNG), 11 sérverkefnaskip og 2 þurrvöruflutningaskip. Skipin eru flest í fullri eigu félagsins en tvö eru í kaupleigu. 
 
Sovomflot er skrásett í Pétursborg í Rússlandi og er með skrifstofur í Moskvu, Novorossiysk, Murmansk, Vladivostok, Yuzhno-Sakhalinsk, London, Limassol og Dubai. 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...