Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Fréttir 30. júní 2021

Fyrsta asíska „morðvespan” finnst í Bandaríkjunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrsta risavespan af asískum uppruna sem kölluð eru „morðvespa“ (murder hornet) fannst í Snohomish-sýslu norð­ur af Seattle-borg í Banda­ríkjunum þann 4. júní síðast­liðinn. Um var að ræða dauða karlflugu og líklegt talið að hún hafi komið til landsins fyrir ári síðan.

Vespurnar, sem eru af tegund­inni Asian giant hornet (Vespa mandarinia), geta verið um 5 sentímetrar að lengd og eru taldar sérlega hættulegar fyrir býflugur. Ráðast þær á býflugurnar slíta af þeim hausinn og gjöreyða búum þeirra á nokkrum klukkutímum.

Samkvæmt frétt Sky News þann 17. júní þá ráðast vespurnar venju­lega ekki á fólk, en stungur þeirra valda miklum sársauka. Endur­teknar stungur í menn geta leitt til dauða.

Talið er að morðvespur í Snoho­mish-sýslu hafi komið til Banda­ríkjanna sem laumufarþegar í flutninga­skipi og að þær séu ekkert tengdar morðvespunum sem fundust í Kanada 2019 og 2020.

Dr. Osama El-Lissy, yfirmaður hjá sóttkvíaáætlun bandaríska land­búnaðarráðuneytisins, segist ráðþrota yfir þessum vespufundi.

Það sé of snemmt fyrir karlvespur að vera á sveimi á þessum tíma sumars.  

 Skordýrafræðingurinn Sven Spichiger segir að nú verði settar upp gildrur til að reyna að fanga fleiri morðvespur og eru íbúar í Snohomish- og King-sýslum hvattir til að taka þátt.

Asísku risavespurnar eru skil­greindar sem hættulegar umhverfinu, sem þýðir að Washington-ríki mun grípa til allra tiltækra ráðstafana til að uppræta vespurnar. 

Skylt efni: vespur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...