Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Fréttir 30. júní 2021

Fyrsta asíska „morðvespan” finnst í Bandaríkjunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrsta risavespan af asískum uppruna sem kölluð eru „morðvespa“ (murder hornet) fannst í Snohomish-sýslu norð­ur af Seattle-borg í Banda­ríkjunum þann 4. júní síðast­liðinn. Um var að ræða dauða karlflugu og líklegt talið að hún hafi komið til landsins fyrir ári síðan.

Vespurnar, sem eru af tegund­inni Asian giant hornet (Vespa mandarinia), geta verið um 5 sentímetrar að lengd og eru taldar sérlega hættulegar fyrir býflugur. Ráðast þær á býflugurnar slíta af þeim hausinn og gjöreyða búum þeirra á nokkrum klukkutímum.

Samkvæmt frétt Sky News þann 17. júní þá ráðast vespurnar venju­lega ekki á fólk, en stungur þeirra valda miklum sársauka. Endur­teknar stungur í menn geta leitt til dauða.

Talið er að morðvespur í Snoho­mish-sýslu hafi komið til Banda­ríkjanna sem laumufarþegar í flutninga­skipi og að þær séu ekkert tengdar morðvespunum sem fundust í Kanada 2019 og 2020.

Dr. Osama El-Lissy, yfirmaður hjá sóttkvíaáætlun bandaríska land­búnaðarráðuneytisins, segist ráðþrota yfir þessum vespufundi.

Það sé of snemmt fyrir karlvespur að vera á sveimi á þessum tíma sumars.  

 Skordýrafræðingurinn Sven Spichiger segir að nú verði settar upp gildrur til að reyna að fanga fleiri morðvespur og eru íbúar í Snohomish- og King-sýslum hvattir til að taka þátt.

Asísku risavespurnar eru skil­greindar sem hættulegar umhverfinu, sem þýðir að Washington-ríki mun grípa til allra tiltækra ráðstafana til að uppræta vespurnar. 

Skylt efni: vespur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...