Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hér má sjá nokkur dauð lerkitré innan um önnur lifandi tré á skógræktarsvæði í sumar í Eyjafirði.
Hér má sjá nokkur dauð lerkitré innan um önnur lifandi tré á skógræktarsvæði í sumar í Eyjafirði.
Mynd / aðsend
Fréttir 22. ágúst 2025

Fullt af dauðum lerkitrjám

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þeir sem aka Eyjafjörðinn hafa eflaust tekið eftir að mikið er af dauðum lerkitrjám í skógarreitum hér og þar í firðinum. Orsökin er vorhretið 2023.

En hver er ástæðan? Brynjar Skúlason er skógfræðingur hjá Landi og Skógi. „Dauði stakra lerkitrjáa í innanverðum Eyjafirði er vegna vetrarhlýinda á útmánuðum með síðbúnu vorfrosti. Þær skemmdir sem núna sjást eru frá vorinu 2023 þegar gerði hart frost um mánaðamótin apríl/maí. Það svæði sem skemmdist mest vorið 2023 var á láglendissvæðum í Eyjafirði og síðan aðeins á láglendi í Skagafirði og S.-Þingeyjarsýslu en í miklu minna mæli. Þetta er bundið við svæði þar sem fer saman veðursæld að vori en liggja lágt í landslagi s.s. í dalbotnum þannig að þar getur orðið mjög kalt í heiðríkju og froststillum á vorin. Sem betur fer eru þetta fyrst og fremst stök tré sem eru ýmist dauð eða mikið skemmd og að einhverju leyti má segja að þetta sé eðlilegt náttúruúrval. Eftirstandandi lifandi tré munu taka yfir pláss þeirra sem hafa orðið fyrir áföllum,“ segir Brynjar.

Síberíulerki

En kemur þessi dauði trjánna á óvart eða hvað? „Nei, við erum meðvituð um þennan veikleika í síberíulerki að lifna óþarflega snemma og þá geta orðið skemmdir í vorfrosti. Til að bregðast við þessu er verið að auka notkun á tegundablending lerkis sem er víxlun milli síberíulerkis og evrópulerkis. Sú erfðablanda missir frostþol síðar á vorin og vex allt að tvöfalt hraðar en foreldrategundirnar þannig að þarna er augljóslega um svokallaða blendingsþrótt að ræða,“ segir Brynjar.

Dauðu trén munu hverfa

Brynjar segir að dauðu trén muni hverfa með tímanum innan um trén sem þoldu frostið betur en vissulega færi betur á því að fella dauð og veikburða tré til að flýta fyrir þessu náttúrulega ferli. Skógarnir sem urðu fyrir áfalli eru í eigu mismunandi aðila og það er jú í höndum eigenda á hverjum stað að sinna umhirðu skóganna. Auk þess segir Brynjar að við þurfum sífellt að vera vakandi í hvers kyns ræktun gróðurs og bæði kynbæta fyrir þoli gagnvart hvers kyns veðuraðstæðum en líka fyrir þoli gegn plöntusjúkdómum og meindýrum. „Samhliða þarf að gæta að miklum erfðabreytileika trjáa og gróðurs almennt þannig að það sé svigrúm til bæði kynbóta og náttúruúrvals t.d. gagnvart fyrirséðum og óvæntum loftslagsbreytingum. Við verðum alltaf að hafa í huga að náttúran er síbreytileg og skemmdir á gróðri og áföll hjá alls kyns lífverum er hluti af eðlilegri aðlögun og náttúrulegri þróun,“ segir Brynjar.

Skylt efni: Skógrækt | lerkitré

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...