Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér má sjá hvernig froðan flýtur yfir bakka árinnar Bojacá og veldur skaða á nærliggjandi umhverfi.
Hér má sjá hvernig froðan flýtur yfir bakka árinnar Bojacá og veldur skaða á nærliggjandi umhverfi.
Mynd / Myndband euronews.com
Fréttir 22. júní 2022

Froða tekur yfir hverfi Kólumbíu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

llla lyktandi, gríðarlegt magn eitraðrar froðu hrjáði í vor íbúa sveitarfélagsins Mosquera sem staðsett er tæpa 20 km fyrir utan höfuðborgina Bógóta í Kólumbíu.

Froðan kemur úr ánni Bojacá, í Los Puentes hverfi borgarinnar og er talin myndast vegna losunar frá iðnaðarsvæði.

Íbúar fullyrða þó að auk ríkisrekinnar verksmiðju sem losar úrgang sinn í ána hafi yfirvöld sett upp rör fyrir nokkrum árum sem tæmir frárennslisvatn í ána Bojacá og að frá þeirri stundu hafi straumurinn farið að mengast. Opinbera útgáfan er þó önnur. Umhverfisráðherra staðfestir að frá í fyrra hafi skólphreinsistöð Mosquera verið í fullum rekstri og að þessi verksmiðja losi úrgang sinn í Subachoque ána, sem er í innan við kílómetra fjarlægð frá ánni Bojacá.

Rigningar auka froðumyndun

Miklar rigningar juku á vandann þetta árið og jafnframt því að froðan þeki nærliggjandi umhverfi vegna þess hve hún fýkur auðveldlega um og yfir bakka árinnar, kenna heimamenn menguninni um öndunarerfiðleika íbúa á svæðinu og kláða ef froðan kemst í návígi við húð. Veggir húsa sem hafa verið huldir froðu eru slímugir og er lyktin svo stæk að hún yfirtekur allt. Íbúar telja að yfirvöld geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og minna á ákall sitt um hjálp árið 2016 þegar mengunar- og froðumagn árinnar var jafnvel enn verra

Hreinsun árinnar

Nú nýverið tóku því bæði borgarstjórn og umhverfisyfirvöld svæðisins í taumana og unnu í samstarfi að því að fjarlægja froðuskýin er farin voru að fikra sig heldur langt inn í byggðina.

Fyrstu tilraunir þeirra báru reyndar engan árangur, en þær voru m.a. að fá slökkviliðsmenn til að þynna út froðuna með vatni.

Næst var ákveðið að fjarlægja alveg plöntur er vaxa í og meðfram ánni, en vegna þeirra komst sólarljós lítt í ána og var því fátt um annað lífríki. Með þessari aðgerð minnkaði froðumyndunin til muna, auk þess sem rennsli árinnar batnaði allverulega.

Mögulegir sökudólgar ósáttir

Lýsti yfirmaður umhverfisyfirvalda furðu sinni á að ekki hefði slíkt verið gert áður, því áður hefðu ár verið hreinsaðar á þann máta og með sömu útkomu og hefur nú sett á fót teymi sem á að fara yfir og rannsaka iðnaðarhverfi og verksmiðjur í námunda við ána, losun þeirra og umhverfisfótspor ef einhver eru.

Einnig kom hann með tilgátur þess efnis að íbúar í Los Puentes hverfinu eigi einhverja sök á froðumynduninni vegna þvottaefna til heimilisnota, en nokkuð er um að fólk geri stórþvotta sína í ánni.

Íbúar Mosquera eru ekki vel sáttir við yfirlýsinguna og hikar leiðtogi aðgerðaráðs samfélagsins ekki við að verja þá 1.500 manns sem búa í hverfi Los Puentes.

Hún hefur lýst því yfir að mengunin komi annars staðar frá enda gífurlegt magn – á meðan íbúarnir glími við straum af stöðugum froðuskýjum sem gætu haft varanleg áhrif á samfélagið vegna eituráhrifa sinna.

Skylt efni: Kólumbía | froða

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...