Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frjósemi lækkaði árið 2013
Fréttir 16. júlí 2014

Frjósemi lækkaði árið 2013

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2013 fæddust 4.326 börn á Íslandi, sem er nokkur fækkun frá árinu 2012 þegar hér fæddust 4.533 börn. Það komu 2.129 drengir í heiminn og 2.197 stúlkur árið 2013, sem jafngildir 969 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum.

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2013 var frjósemi íslenskra kvenna lægri en tveir í fyrsta sinn frá 2003, eða 1,932 börn á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Undanfarin ár hefur frjósemi á Íslandi verið rétt um 2 börn á ævi hverrar konu. Frjósemin nú er nærri helmingi minni en hún var  um 1960, en þá gat hver kona vænst þess að eignast rúmlega 4 börn á ævi sinni.

Frjósemi á Íslandi hefur verið hærri en annars staðar í Evrópu á síðustu árum. Ásamt Íslandi hefur frjósemi verið yfir tveimur í Frakklandi, á Írland og í Tyrklandi síðustu ár en verið að meðaltali 1,6 í 28 löndum Evrópusambandsins. Lægst var fæðingartíðnin innan álfunnar í löndum Suður-Evrópu árið 2012. Þar var hún á 1,28 í Portúgal, 1,32 á Spáni og 1,34 á Grikklandi.

Flest börn fæðast í Reykjavík
Flest nýfædd börn í fyrra voru skrásett með lögheimili í Reykjavík, 1.719,  og flestar fæðingar voru í ágúst, 402, en fæstar í desember 329.

Meðalaldur mæðra hækkar
Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og konur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldurinn hækkað og var 27,3 ár í fyrra. Algengasti barneignaaldurinn er á milli 25 til 29 ára sem og 30 til 34 ára. Á þessum aldurbilum fæddust 117 börn á hverjar 1.000 konur árið 2013. Fæðingartíðni mæðra undir tvítugu í fyrra var 7,1 börn á hverjar 1.000 konur. Það er afar lágt miðað við þegar hún fór hæst á árabilinu 1961 til 1965, en þá fæddust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tvítugu.

Þriðjungur barna fæðist innan hjónabands
Aðeins tæplega þriðjungur barna á Íslandi fæddist í hjónabandi árið 2013 (31,7%). Þetta hlutfall hefur haldist nokkuð stöðugt frá því um miðjan 10. áratug nýliðinnar aldar, en þá var það 36,5%. Frá 1961 til 1996 lækkaði hlutfall þeirra barna sem fæddust í hjónabandi úr 74,3 % í 36,5%. Á sama tíma hækkaði hlutfall þeirra barna sem fæddust í óvígðri sambúð úr 13,4% í 50,9%. Þetta hlutfall er nær óbreytt árið 2013 (51,9%). Nokkuð fleiri börn fæddust því utan sambúðar eða hjónabands í fyrra en á árunum 1961-1956 (16,3% á móti 12,4%).

Af löndum Evrópu fæðast fæst börn innan hjónabands á Íslandi
Af 28 löndum Evrópusambandsins fæddust 39,3% barna utan hjónabands árið 2012. Sama ár fæddust 66,9% barna á Íslandi utan hjónabands. Næstólíklegast er að börn fæðist innan hjónabands í Eistlandi (58,4%) , Slóveníu  (57,6%) og síðan Búlgaríu (57,4%). Til samanburðar fæðast varla börn utan hjónabands í Tyrklandi (2,6%), Grikklandi (7,6%) og Makedóníu (11,6%). Á Norðurlöndunum var rúmlega helmingur allra barna fæddur utan hjónabands árið 2012.

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Hundrað hesta setningarathöfn
12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn