Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Frjósemi lækkaði árið 2013
Fréttir 16. júlí 2014

Frjósemi lækkaði árið 2013

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2013 fæddust 4.326 börn á Íslandi, sem er nokkur fækkun frá árinu 2012 þegar hér fæddust 4.533 börn. Það komu 2.129 drengir í heiminn og 2.197 stúlkur árið 2013, sem jafngildir 969 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum.

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2013 var frjósemi íslenskra kvenna lægri en tveir í fyrsta sinn frá 2003, eða 1,932 börn á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Undanfarin ár hefur frjósemi á Íslandi verið rétt um 2 börn á ævi hverrar konu. Frjósemin nú er nærri helmingi minni en hún var  um 1960, en þá gat hver kona vænst þess að eignast rúmlega 4 börn á ævi sinni.

Frjósemi á Íslandi hefur verið hærri en annars staðar í Evrópu á síðustu árum. Ásamt Íslandi hefur frjósemi verið yfir tveimur í Frakklandi, á Írland og í Tyrklandi síðustu ár en verið að meðaltali 1,6 í 28 löndum Evrópusambandsins. Lægst var fæðingartíðnin innan álfunnar í löndum Suður-Evrópu árið 2012. Þar var hún á 1,28 í Portúgal, 1,32 á Spáni og 1,34 á Grikklandi.

Flest börn fæðast í Reykjavík
Flest nýfædd börn í fyrra voru skrásett með lögheimili í Reykjavík, 1.719,  og flestar fæðingar voru í ágúst, 402, en fæstar í desember 329.

Meðalaldur mæðra hækkar
Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og konur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldurinn hækkað og var 27,3 ár í fyrra. Algengasti barneignaaldurinn er á milli 25 til 29 ára sem og 30 til 34 ára. Á þessum aldurbilum fæddust 117 börn á hverjar 1.000 konur árið 2013. Fæðingartíðni mæðra undir tvítugu í fyrra var 7,1 börn á hverjar 1.000 konur. Það er afar lágt miðað við þegar hún fór hæst á árabilinu 1961 til 1965, en þá fæddust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tvítugu.

Þriðjungur barna fæðist innan hjónabands
Aðeins tæplega þriðjungur barna á Íslandi fæddist í hjónabandi árið 2013 (31,7%). Þetta hlutfall hefur haldist nokkuð stöðugt frá því um miðjan 10. áratug nýliðinnar aldar, en þá var það 36,5%. Frá 1961 til 1996 lækkaði hlutfall þeirra barna sem fæddust í hjónabandi úr 74,3 % í 36,5%. Á sama tíma hækkaði hlutfall þeirra barna sem fæddust í óvígðri sambúð úr 13,4% í 50,9%. Þetta hlutfall er nær óbreytt árið 2013 (51,9%). Nokkuð fleiri börn fæddust því utan sambúðar eða hjónabands í fyrra en á árunum 1961-1956 (16,3% á móti 12,4%).

Af löndum Evrópu fæðast fæst börn innan hjónabands á Íslandi
Af 28 löndum Evrópusambandsins fæddust 39,3% barna utan hjónabands árið 2012. Sama ár fæddust 66,9% barna á Íslandi utan hjónabands. Næstólíklegast er að börn fæðist innan hjónabands í Eistlandi (58,4%) , Slóveníu  (57,6%) og síðan Búlgaríu (57,4%). Til samanburðar fæðast varla börn utan hjónabands í Tyrklandi (2,6%), Grikklandi (7,6%) og Makedóníu (11,6%). Á Norðurlöndunum var rúmlega helmingur allra barna fæddur utan hjónabands árið 2012.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...