Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Friðheimar eru stór aðili í ræktun tómata en munu einnig rækta jarðarber eftir áramót. Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir frá Friðheimum og Hólmfríður Geirsdóttir frá Jarðarberjalandi.
Friðheimar eru stór aðili í ræktun tómata en munu einnig rækta jarðarber eftir áramót. Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir frá Friðheimum og Hólmfríður Geirsdóttir frá Jarðarberjalandi.
Mynd / ál
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við rekstri gróðrarstöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Biskupstungum um áramótin.

Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen hafa rekið Jarðarberjaland frá árinu 2017 en þau hafa komið víða við í garðyrkju undanfarna áratugi og rekið gróðrarstöðvar í Reykholti í tæpan aldarfjórðung.

Þau auglýstu Jarðarberjaland til sölu í vor, en þau hafa ákveðið að fara á eftirlaun. Þau eru stærsti framleiðandi jarðarberja á Íslandi, með rúmlega 60 tonn af berjum á ári.

Þau keyptu gróðrarstöðina af hollenskum aðilum sem byggðu hana frá grunni og færðu sig yfir í jarðarberjarækt tveimur árum áður en Hólmfríður og Steinar tóku við.

Endurbyggðu frá grunni

„Við vorum nýbúin að endurnýja allt þegar húsið hrynur í óveðrinu í febrúar 2022. Þá fjarlægðum við húsið með öllu saman og byggðum upp aftur frá grunni,“ segir Hólmfríður.

Þau plöntuðu í nýja gróðurhúsið í byrjun desember 2022 og fengu uppskeru nokkrum mánuðum síðar.

„Húsinu er skipt upp í tólf einingar og það rúllar í gegnum árið. Uppskeran er svipuð frá mánuði til mánaðar, en hlutirnir gerast aðeins hraðar á sumrin,“ segir Hólmfríður. „Það verður allt í fullum gangi þegar þau taka við og ég held áfram alveg fram á síðasta dag.“

Spennandi tækifæri

Knútur segist spenntur fyrir því að koma að rekstri Jarðarberjalands og nefnir sérstaklega að stöðin sé í frábæru ásigkomulagi og tæknivædd eftir að hún var byggð upp á ný.

„Þetta er spennandi tækifæri til að útvíkka okkur sem ræktendur. Við getum fléttað þetta auðveldlega inn í okkar rekstur í garðyrkjunni, en þó að þetta séu ekki tómatar er svo margt sem er keimlíkt,“ segir hann.

„Jarðarberin eru gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Hér er verið að nota græna orku og hugvit og þetta er gert á eins faglegan og góðan hátt og hægt er með gæðin í forgrunni,“ segir Knútur.

Helena bætir við að hún sé stolt af því að taka við keflinu af Hólmfríði og Steinari.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f