Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Friðheimar eru stór aðili í ræktun tómata en munu einnig rækta jarðarber eftir áramót. Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir frá Friðheimum og Hólmfríður Geirsdóttir frá Jarðarberjalandi.
Friðheimar eru stór aðili í ræktun tómata en munu einnig rækta jarðarber eftir áramót. Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir frá Friðheimum og Hólmfríður Geirsdóttir frá Jarðarberjalandi.
Mynd / ál
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við rekstri gróðrarstöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Biskupstungum um áramótin.

Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen hafa rekið Jarðarberjaland frá árinu 2017 en þau hafa komið víða við í garðyrkju undanfarna áratugi og rekið gróðrarstöðvar í Reykholti í tæpan aldarfjórðung.

Þau auglýstu Jarðarberjaland til sölu í vor, en þau hafa ákveðið að fara á eftirlaun. Þau eru stærsti framleiðandi jarðarberja á Íslandi, með rúmlega 60 tonn af berjum á ári.

Þau keyptu gróðrarstöðina af hollenskum aðilum sem byggðu hana frá grunni og færðu sig yfir í jarðarberjarækt tveimur árum áður en Hólmfríður og Steinar tóku við.

Endurbyggðu frá grunni

„Við vorum nýbúin að endurnýja allt þegar húsið hrynur í óveðrinu í febrúar 2022. Þá fjarlægðum við húsið með öllu saman og byggðum upp aftur frá grunni,“ segir Hólmfríður.

Þau plöntuðu í nýja gróðurhúsið í byrjun desember 2022 og fengu uppskeru nokkrum mánuðum síðar.

„Húsinu er skipt upp í tólf einingar og það rúllar í gegnum árið. Uppskeran er svipuð frá mánuði til mánaðar, en hlutirnir gerast aðeins hraðar á sumrin,“ segir Hólmfríður. „Það verður allt í fullum gangi þegar þau taka við og ég held áfram alveg fram á síðasta dag.“

Spennandi tækifæri

Knútur segist spenntur fyrir því að koma að rekstri Jarðarberjalands og nefnir sérstaklega að stöðin sé í frábæru ásigkomulagi og tæknivædd eftir að hún var byggð upp á ný.

„Þetta er spennandi tækifæri til að útvíkka okkur sem ræktendur. Við getum fléttað þetta auðveldlega inn í okkar rekstur í garðyrkjunni, en þó að þetta séu ekki tómatar er svo margt sem er keimlíkt,“ segir hann.

„Jarðarberin eru gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Hér er verið að nota græna orku og hugvit og þetta er gert á eins faglegan og góðan hátt og hægt er með gæðin í forgrunni,“ segir Knútur.

Helena bætir við að hún sé stolt af því að taka við keflinu af Hólmfríði og Steinari.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...