Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Við afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF 2017. Talið frá vinstri; Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir í Friðheimum og Grímur Sæmundsen formaður dómnefndar.
Við afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF 2017. Talið frá vinstri; Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir í Friðheimum og Grímur Sæmundsen formaður dómnefndar.
Mynd / Jón K.B. Sigfússon
Fréttir 17. nóvember 2017

Friðheimar er handhafi nýsköpunarverðlauna SAF 2017

Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti eigendum Friðheima verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember.

Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í fjórtánda sinn sem SAF veita nýsköpunarverðlaun samstakanna en þetta árið bárust 25 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin.

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður dómnefndar nýsköpunarverðlaunanna, gerði grein fyrir niðurstöðu dómnefndar. Dómnefndina skipuðu auk Gríms, þau Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðburðadeildar CP Reykjavík og fulltrúi fyrirtækja innan SAF og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.

Í umsögn dómnefndar segir að Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann eigendur Friðheima séu miklir frumkvöðlar á sínu sviði en þau hafa tvinnað saman tómataræktun, ferðaþjónustu og hestamennsku og taka árlega við vel á annað hundrað þúsund ferðamönnum.

Tilnefningar til nýsköpunarverðlaunanna í ár endurspegla mikla grósku og nýsköpun bæði í afþreyingu sem og í ýmsum nettengdum þróunarverkefnum, segir jafnframt í umsögn dómnefndar. Var hún einhuga í vali á því fyrirtæki sem í ár hlýtur nýsköpunarverðlaun SAF – Friðheimar í Bláskógabyggð.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...