Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Losa meira af koltvísýringi en Bretlandseyjar
Fréttir 27. október 2015

Losa meira af koltvísýringi en Bretlandseyjar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar benda til að skógareldarnir sem geisað hafa í Indónesíu undanfarnar vikur hafi losað meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en allir íbúar og starfsemi á Bretlandseyjum gera á heilu ári.

Umfang skógareldanna og losun koltvísýrings af þeirra völdum er slíkt að það er sagt munu hafa áhrif til hækkunar lofthita á Jörðinni og valda ótímabærum dauða yfir eitthundrað þúsund manna í Indónesíu og nágrannaríkjunum vegna loftmengunar. Auk þess sem eldarnir hafa nú þegar eyðilagt búsvæði ættbálka innfæddra og fjölda sjaldgæfra dýra í Indónesíu eins og órangúta og hlébarða.

Loftmyndir sýna að eldur hefur brotist út víða í skógum landsins og aðgerðir til að slökkva eldinn hafa haft lítil áhrif á útbreiðslu þeirra.

Sannað er að skógareldarnir voru kveiktir af ásettu ráði í kjölfar mikilla þurrka í landinu til að ryðja land til að rækta pálmaolíu og hraðvaxta plöntur til pappírsgerðar. Indónesía er komið efst á lista yfir lönd þar sem skógareyðing er mest í heiminum.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...