Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Jarðræktarmiðstöðin rís
Mynd / ghp
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi áform háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eftir.

Bjarni Jónsson.

Það kemur fram í svari við skriflegri fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna.

Bjarni Jónsson, þingmaður VG, sendi þann 16. Bjarni Jónsson. desember sl. fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. Spurði hann m.a. um fjármögnun byggingarinnar, hvenær hafist verði handa og hvenær verklok væru áætluð.

Fyrirspurninni var svarað þann 5. apríl sl. Þar koma fram áætlanir ráðherra um tilhögun fjármögnunar framkvæmda við uppbyggingu jarðræktarmiðstöðvarinnar, upp á rúmlega 600 milljónir króna. Þar verði dregið á ónýttar fjárheimildir LbhÍ frá árunum 2022 og 2023 sem nema um 265 m. kr., auk framlags af stofnkostnaðarlið háskóla í fjárlögum. „Frekari ákvarðanir um framkvæmdir og fjármögnun verða teknar samhliða útgáfu fjármálaáætlunar fyrir árin 2025– 2029 og undirbúningi fjárlaga fyrir árið 2025. Ef það gangi eftir mun aðstaðan rísa og vera tilbúin árið 2027,“ segir í svarinu. Sex ár eru síðan jarðræktarmiðstöðin flutti frá Korpu upp á Hvanneyri, þar sem hún er nú starfrækt í gamla bútæknihúsinu, sem talið er óboðlegt starfseminni. Í svari ráðherra kemur fram að Borgarbyggð hafi þegar samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hvanneyri þar sem gert er ráð fyrir nýrri jarðræktarmiðstöð. Einnig er fjallað um þarfagreiningu og framkvæmdaráætlun til byggingar 1.000 fm gróðurhúss.

Í fyrirspurn Bjarna spyr hann hvort LbhÍ verði gert kleift að nota söluandvirði Korpu til að reisa jarðræktarmiðstöð. Í svari ráðherra kemur fram að söluandvirði Korpu hafi runnið til ríkissjóðs og hafi ekki verið eyrnamerkt jarðræktarmiðstöð sérstaklega. Bjarni segir í færslu á Facebook að þetta sé rangt. Fyrir liggi á prenti að söluandvirði Korpu skuli óskipt renna til LbhÍ og um leið uppbyggingar aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. „Frumrit þeirra skjala er að finna í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.“

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...