Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændur segja tillögur stjórnvalda í rétta átt
Mynd / BBL
Fréttir 4. september 2017

Bændur segja tillögur stjórnvalda í rétta átt

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna tillagna sjórnvalda um úrræði til að mæta vanda sauðfjárbænda, sem birtust í morgun. Þar kemur fram að ekki sé talið að tillögurnar leysi vandann að fullu, þó þær séu í rétta átt.

Yfirlýsingin fer hér orðrétt á eftir:

„Í dag hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnt tillögur sínar um aðgerðir vegna yfirstandandi vanda í sauðfjárrækt. Ítarlega hefur verið fjallað um málið og orsakir þess undanfarna daga og vikur og skal það því ekki endurtekið hér. Bændur hafa jafnframt haldið fjölmenna opna fundi víða um land til að ræða málið í sínum hópi og við fulltrúa afurðastöðva.

Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa átt í viðræðum við stjórnvöld síðan í mars þegar að ráðherra var fyrst gerð grein fyrir málinu. Viðræðurnar hafa gengið misjafnlega en samtalinu hefur þó alltaf verið haldið áfram.

Nú liggja fyrir tillögur ráðherra. Þær eru settar fram á ábyrgð ráðherra. Ekki er um að ræða samkomulag stjórnvalda og samtaka bænda. Tillögurnar verða teknar til umfjöllunar á vettvangi samtaka bænda, m.a. á aukafundi Landssamtaka sauðfjárbænda.

Hvað varðar efni tillagnanna þá telja BÍ og LS að í þeim sé vissulega margt sem hægt er að taka undir og mun verða sauðfjárbændum til aðstoðar, nú þegar þeir standa frammi fyrir þriðjungslækkun afurðaverðs. Hins vegar vantar þær aðgerðir sem taka á fyrirsjáanlegum birgðavanda eftir sláturtíðina, sem nú er hafin. Samtökin telja því að tillögurnar leysi ekki vandann að fullu þó þær séu í rétta átt.

Bændur hafa lagt fram tillögur til stjórnvalda sem miða að því að taka heildstætt á þeim vanda sem við blasir. Lykilatriði í þeim lausnum er að virkja tímabundnar aðgerðir til sveiflujöfnunar, svo sem að gera afurðastöðvum kleift að taka sameiginlega ábyrgð á útflutningi kindakjöts. Þær hugmyndir hafa ekki fengið brautargengi og staðan því óbreytt. Hættan er sú að þær aðgerðir sem landbúnaðarráðherra nú leggur til séu ekki nægar og verði aðeins til þess að draga ástandið á langinn.

Samkomulag er um að flýta endurskoðun sauðfjárhluta búvörusamninga og stefnt er að því að niðurstaða hennar liggi fyrir 1. apríl á næsta ári. Í þeirri vinnu þarf að ræða áfram þau mál sem ekki eru leyst og eins meta árangur af þeim aðgerðum sem ráðist verður í núna.“

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...