Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um 300 manns sótti fundinn á Hótel Laugarbakka í Miðfirði.
Um 300 manns sótti fundinn á Hótel Laugarbakka í Miðfirði.
Mynd / Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Fréttaskýring 28. apríl 2023

„Samúð með bændum áþreifanleg í salnum“

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Opinn upplýsingafundur var haldinn á Hótel Laugarbakka þriðjudaginn 18. apríl vegna riðutilfella í Miðfjarðarhólfi sem þar voru nýlega staðfest í fyrsta skipti.

Talið er að um 300 manns hafi sótt fundinn, en að sögn Sigríðar Ólafsdóttur, sauðfjárbónda í Víðidalstungu, sem stýrði fundi, komu fundargestir frá öllu Norðurlandi vestra, Ströndum, Borgarfirði og alveg vestan af Snæfellsnesi. Fyrst og fremst hafi verið um samstöðu- og upplýsingafund að ræða en engar eiginlegar niðurstöður komið fram.

Á dagskrá fundarins voru framsögur þeirra Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis og Sigurbjargar Bergsdóttur, sérdýralæknis sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun, Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð, og Jóhönnu Bergsdóttur sálfræðings. Eftir framsögur voru almennar umræður.

Vilja þátttöku ríkisins í kostnaði

„Það kom ekki neitt loforð um framlag frá ríkinu á þessum fundi enda bjuggumst við í sjálfu sér ekkert við að það kæmi slíkt loforð alveg á stundinni,“ segir Sigríður, sem er varamaður í stjórn deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. „Hins vegar kom fram sá skýri vilji okkar að að ríkið taki þátt með okkur í að greina allar kindur á landinu, útrýma áhættuarfgerðum og innleiða verndandi eins fljótt og hægt er – enda sparar það peninga fyrir ríkið til framtíðar.

Allir þingmenn sem voru á svæðinu tóku mjög jákvætt í þessa beiðni okkar og vonumst við þar með til að það skili sér inn í störf Alþingis. Við ætlum raunar ekki að hætta fyrr en þessi beiðni okkar verður tekin til raunverulegrar skoðunar.“

Handapat í stjórnsýslunni

Sigríður segir að fram hafi komið óánægja hjá fundargestum með að ekkert varaplan sé til staðar varðandi förgun á þessum skrokkum sem búið var lóga.

„Það er algerlega óásættanlegt þetta handapat sem er búið að vera í þeim málum af hálfu Umhverfisstofnunar, matvælaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins og er ekki bjóðandi þeim bændum sem um ræðir að þurfa að hafa áhyggjur af því hvað verður gert við kindurnar þeirra eftir förgun, ofan á allt annað álag sem er á þeim á sama tíma. Sömuleiðis kom fram gagnrýni bænda í hólfinu um skort á upplýsingagjöf frá Matvælastofnun.

Samstaðan var í fyrsta, öðru og þriðja sæti á þessum fundi. Samúð með þeim bændum sem lentu í þessu núna var allt að því áþreifanleg í salnum, sem og baráttuvilji allra til að kveða þennan vágest niður í eitt skipti fyrir öll.“

Hvatningarræða formanns

Að sögn Sigríðar voru fundarmenn ánægðir með erindin á fundinum. „Umræður voru góðar og málefnalegar þrátt fyrir allar þær tilfinningar sem hafa ólgað í samfélaginu undanfarna daga.

Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, flutti svo hvatningarræðu í lok fundar.“

Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Stóra-Fjarðarhorni var Sigríði til aðstoðar við fundarstjórn og Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka var fundarritari.

Stuðningsyfirlýsingar

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu lýsa yfir stuðningi við ályktun fundar sauðfjárbænda í Miðfirði um innleiðingu viðauka VII í reglugerð um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Upp er komin alvarleg staða hjá sauðfjárbændum í Miðfjarðarhólfi þar sem riða greindist á tveimur bæjum nú á vordögum 2023.

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu sendir félögum sínum fyrir norðan og sauðfjárbændum öllum hlýjar kveðjur og vonar að ekki greinist fleira fé með þennan hræðilega sjúkdóm. Það er á allan hátt ömurlegt að standa frammi fyrir niðurskurði á þessum árstíma þegar ær eru komnar að burði.

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu lýsir yfir stuðningi við ályktun sem fundur sauðfjárbænda í Miðfirði sendi frá sér þann 16. apríl síðastliðinn og hvetjum við einnig matvælaráðherra til að innleiða nú þegar viðauka VII í heild við ESB-reglugerð nr 999/2001 sem tók gildi á Íslandi 2012 (reglugerð 41/2012), en sá kafli var undanskilinn við innleiðingu reglugerðarinnar.

Verndandi arfgerðir fyrir riðu hafa fundist á Íslandi og skorum við á stjórnvöld að leggja meiri áherslu og fjármagn á allar mögulegar leiðir til að flýta dreifingu þeirra um landið til að koma megi í veg fyrir kostnaðarsaman og sársaukafullan niðurskurð í náinni framtíð,“ segir í tilkynningu frá stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu. 

/ghp

Félag sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði

Félag sauðfjárbænda i Borgar­fjarðarhéraði sendir nágrönnum sínum í Miðfjarðarhólfi hlýjar kveðjurmeðvonumaðekkigreinist fleira fé með þennan hræðilega sjúkdóm sem riðuveiki er.

Jafnframt skorar félagið á matvælaráðuneytið, Mast og sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar að þær hlutist til um stóraukið viðhald og eftirlit sauðfjárveikivarnargirðinga, einkanlega á milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslna, í ljósi nýlegra riðusmita í Miðfjarðarhólfi.

/Stjórn FSB

Skylt efni: sauðfjárrækt | Riðuveiki | riða

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?