Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Mynd / HKr
Fréttir 31. mars 2022

Framsýnn landbúnaður – Búnaðarþing 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirskrift Búnaðarþings 2022, sem sett var í dag, er Framsýnn landbúnaður. Þingið var sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, í dag með setningaræður Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.

Auk Gunnars ávörpuðu Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Eivind Haalien frá Nyt Norge þingið við setninguna.

Yfirskrift Búnaðarþingsins Framsýnn landbúnaður er ætlað að endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði.

Að lokinni setningu hófust nefndarstörf, hjá 63 kjörnum fulltrúum bænda inn á þingið, sem halda áfram föstudaginn 1. apríl.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að efst á baugi á þinginu að þessu sinni verði stefnumörkun Bændasamtakanna og fjármögnun samtakanna til frambúðar. „Við vonumst hins vegar einnig eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar. Aðgerðir til skamms og lengri tíma fyrir landbúnað sem undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar eru nauðsynlegar.“

Skylt efni: Búnaðarþing 2022

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...