Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Mynd / HKr
Fréttir 31. mars 2022

Framsýnn landbúnaður – Búnaðarþing 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirskrift Búnaðarþings 2022, sem sett var í dag, er Framsýnn landbúnaður. Þingið var sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, í dag með setningaræður Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.

Auk Gunnars ávörpuðu Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Eivind Haalien frá Nyt Norge þingið við setninguna.

Yfirskrift Búnaðarþingsins Framsýnn landbúnaður er ætlað að endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði.

Að lokinni setningu hófust nefndarstörf, hjá 63 kjörnum fulltrúum bænda inn á þingið, sem halda áfram föstudaginn 1. apríl.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að efst á baugi á þinginu að þessu sinni verði stefnumörkun Bændasamtakanna og fjármögnun samtakanna til frambúðar. „Við vonumst hins vegar einnig eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar. Aðgerðir til skamms og lengri tíma fyrir landbúnað sem undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar eru nauðsynlegar.“

Skylt efni: Búnaðarþing 2022

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...