Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Grænkál skorið upp. Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands er virði afurða nytjaplantna svipað á milli áranna 2016 og 2017, en lækkaði lítillega frá 2015.
Grænkál skorið upp. Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands er virði afurða nytjaplantna svipað á milli áranna 2016 og 2017, en lækkaði lítillega frá 2015.
Mynd / smh
Fréttir 18. desember 2018

Framleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir síðasta ár tæpir 63 milljarðar

Höfundur: smh

Hagstofa Íslands hefur birt yfirlit um heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir síðasta ár og gerir samanburð á framleiðsluvirðinu þrjú ár aftur í tímann. Þar kemur fram að framleiðsluvirðið var 62,8 milljarðar á grunnverði á síðasta ári og lækkar um 0,5 prósent frá fyrra ári.

Framleiðsluvirði afurða búfjárræktar var 42,0 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 11,6 milljarðar króna. Vörutengdir styrkir eru til dæmis beingreiðslur en vörutengdir skattar eru til dæmis búnaðargjald og verðmiðlunargjöld.

Virði afurða nytjaplönturæktar eru tæpir 16,7 milljarðar og þar af vörutengdir styrkir og skattar 604 milljónir króna, en var rúmir 16,1 milljarður árið á undan. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er 40,3 milljarðar árið 2017 og lækkaði um 0,8% frá fyrra ári.

Í yfirliti Hagstofu Íslands segir að lækkun á framleiðsluvirði árið 2017 megi rekja til 5,1 prósenta lækkunar á verði, en á móti kemur 4,9 prósenta magnaukning. Notkun aðfanga eykst um 1,9 prósent að magni, en verð aðfanga lækkaði um 2,7 prósent.

Yfirlit Hagstofu Íslands um framleiðsluvirði greina landbúnaðarins árin 2015-2017:
 

Afkoma landbúnaðarins 2015-2017

       

Á verðlagi hvers árs, millj.kr.

2015

2016

2017

Breyting milli 2016/2017, %

Virði afurða nytjaplönturæktar

17.023

16.121

16.691

3,5

Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af nytjaplönturækt

295

118

604

411,9

Virði afurða búfjárræktar

43.807

42.538

42.039

-1,2

Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af búfjárrækt

10.336

10.574

11.598

9,7

Tekjur af landbúnaðarþjónustu

316

334

293

-12,3

Tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi

3.425

4.084

3.749

-8,2

Heildarframleiðsluvirði

64.571

63.077

62.772

-0,5

Kostnaður við aðfanganotkun

41.425

40.674

40.342

-0,8

Vergt vinnsluvirði

23.146

22.403

22.430

0,1

Afskriftir fastafjármuna

5.468

5.554

6.275

13,0

Hreint vinnsluvirði

17.678

16.849

16.154

-4,1

Aðrir framleiðslustyrkir

195

186

205

10,2

Aðrir framleiðsluskattar

0

0

0

..

Þáttatekjur

17.873

17.035

16.359

-4,0

Launakostnaður

4.855

6.186

6.511

5,3

Rekstrarhagnaður/einyrkjatekjur

13.018

10.849

9.848

-9,2

Leiga og önnur leigugjöld af fasteignum sem ber að greiða (jarðaleiga)

154

235

169

-28,1

Fjármagnsgjöld

3.652

4.469

4.303

-3,7

Fjáreignatekjur

76

184

198

7,6

Tekjur af atvinnurekstri

9.287

6.329

5.574

-11,9

Í skýringum Hagstofu Íslands við töfluna kemur fram að hækkunin í vörutengdum styrkjum og sköttum af nytjaplönturækt og afurðum búfjárræktar skýrist vegna þess að búnaðargjald er ekki lagt á frá og með tekjuári 2017.

Ýtarlegra talnaefni má finna á vef Hagstofu Íslands:

Talnaefni

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...