Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Grænkál skorið upp. Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands er virði afurða nytjaplantna svipað á milli áranna 2016 og 2017, en lækkaði lítillega frá 2015.
Grænkál skorið upp. Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands er virði afurða nytjaplantna svipað á milli áranna 2016 og 2017, en lækkaði lítillega frá 2015.
Mynd / smh
Fréttir 18. desember 2018

Framleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir síðasta ár tæpir 63 milljarðar

Höfundur: smh

Hagstofa Íslands hefur birt yfirlit um heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir síðasta ár og gerir samanburð á framleiðsluvirðinu þrjú ár aftur í tímann. Þar kemur fram að framleiðsluvirðið var 62,8 milljarðar á grunnverði á síðasta ári og lækkar um 0,5 prósent frá fyrra ári.

Framleiðsluvirði afurða búfjárræktar var 42,0 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 11,6 milljarðar króna. Vörutengdir styrkir eru til dæmis beingreiðslur en vörutengdir skattar eru til dæmis búnaðargjald og verðmiðlunargjöld.

Virði afurða nytjaplönturæktar eru tæpir 16,7 milljarðar og þar af vörutengdir styrkir og skattar 604 milljónir króna, en var rúmir 16,1 milljarður árið á undan. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er 40,3 milljarðar árið 2017 og lækkaði um 0,8% frá fyrra ári.

Í yfirliti Hagstofu Íslands segir að lækkun á framleiðsluvirði árið 2017 megi rekja til 5,1 prósenta lækkunar á verði, en á móti kemur 4,9 prósenta magnaukning. Notkun aðfanga eykst um 1,9 prósent að magni, en verð aðfanga lækkaði um 2,7 prósent.

Yfirlit Hagstofu Íslands um framleiðsluvirði greina landbúnaðarins árin 2015-2017:
 

Afkoma landbúnaðarins 2015-2017

       

Á verðlagi hvers árs, millj.kr.

2015

2016

2017

Breyting milli 2016/2017, %

Virði afurða nytjaplönturæktar

17.023

16.121

16.691

3,5

Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af nytjaplönturækt

295

118

604

411,9

Virði afurða búfjárræktar

43.807

42.538

42.039

-1,2

Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af búfjárrækt

10.336

10.574

11.598

9,7

Tekjur af landbúnaðarþjónustu

316

334

293

-12,3

Tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi

3.425

4.084

3.749

-8,2

Heildarframleiðsluvirði

64.571

63.077

62.772

-0,5

Kostnaður við aðfanganotkun

41.425

40.674

40.342

-0,8

Vergt vinnsluvirði

23.146

22.403

22.430

0,1

Afskriftir fastafjármuna

5.468

5.554

6.275

13,0

Hreint vinnsluvirði

17.678

16.849

16.154

-4,1

Aðrir framleiðslustyrkir

195

186

205

10,2

Aðrir framleiðsluskattar

0

0

0

..

Þáttatekjur

17.873

17.035

16.359

-4,0

Launakostnaður

4.855

6.186

6.511

5,3

Rekstrarhagnaður/einyrkjatekjur

13.018

10.849

9.848

-9,2

Leiga og önnur leigugjöld af fasteignum sem ber að greiða (jarðaleiga)

154

235

169

-28,1

Fjármagnsgjöld

3.652

4.469

4.303

-3,7

Fjáreignatekjur

76

184

198

7,6

Tekjur af atvinnurekstri

9.287

6.329

5.574

-11,9

Í skýringum Hagstofu Íslands við töfluna kemur fram að hækkunin í vörutengdum styrkjum og sköttum af nytjaplönturækt og afurðum búfjárræktar skýrist vegna þess að búnaðargjald er ekki lagt á frá og með tekjuári 2017.

Ýtarlegra talnaefni má finna á vef Hagstofu Íslands:

Talnaefni

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...