Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL, segir afurðastöðvar vilja svara ákalli eftir aukinni innlendri nautakjötsframleiðslu.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL, segir afurðastöðvar vilja svara ákalli eftir aukinni innlendri nautakjötsframleiðslu.
Mynd / ál
Fréttir 28. október 2025

Framleiðsluvilja bænda þarf að auka

Höfundur: ást

Í lok síðasta mánaðar var greint frá því í Bændablaðinu að algengt sé að veitingamenn notist við erlent hráefni í sinni framleiðslu – sérstaklega þegar kemur að nautakjöti. Helstu ástæðurnar voru ótryggt aðgengi að kjöti af miklum gæðum.

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL), segir að það væri frábært ef sláturhús gætu alltaf boðið upp á íslenskt nautakjöt af þeim gæðum og magni sem þarf til þess að veitingamenn geti reitt sig á það.

„Við búum hins vegar við það að vera á frekar litlum markaði og framboðið getur verið sveiflukennt yfir árið,“ segir Margrét. Sláturhús hafi hins vegar séð skýra aukningu í gæðum framleiðslunnar sem megi gera ráð fyrir að eigi eftir að aukast mjög hratt með tilkomu nýs erfðaefnis af Angusholdanautum og kyngreiningu á nautasæði. „Það er rosalega bjart yfir nautakjötsframleiðslunni en starfsumhverfið þarf að geta stutt við þessa þróun.“

Af þeim sökum hafi afurðastöðvar ýtt á auknar heimildir til hagræðingar og sameininga sem fékkst í gegn með síðustu breytingum á búvörulögum. Aðgerðir hafi hins vegar setið á hakanum þangað til í vor þegar niðurstaða fékkst um lögmæti laganna fyrir dómstólum. „Hagræðingaraðgerðir gefa möguleika á að skapa fjárhagslegt svigrúm meðal annars til þess að auka framleiðsluvilja hjá bændum.“

Minni ásetningur og aukinn innflutningur

„Við sjáum metinnflutning á nautakjöti ár eftir ár á meðan það er lítil breyting í magni íslenskrar framleiðslu. Aukinni eftirspurn á markaði hefur því verið svarað með innflutningi,“ segir Margrét. Hún sjái mikil tækifæri í innlendri nautakjötsframleiðslu, enda sé eftirspurnin til staðar. SAFL tali fyrir aukinni innlendri framleiðslu, en það sé helst hægt með því að bæta afkomu bænda. „Þess vegna er mikilvægt að skapa þannig aðstæður að bændur sjái hag sinn í þessu.

Það hefur hins vegar verið fækkun í ásetningu nautkálfa sem gefur ákveðnar vísbendingar um þróun á framboðinu. Það er dýrt að framleiða nautakjöt á Íslandi og bændur þurfa fjárhagslegan hvata til þess að svara kalli markaðsins,“ segir Margrét. Hún bendir á að forsendur geti verið fyrir stjórnvöld að grípa inn í og nefnir Noreg þar sem áhersla er á að landið sé nær sjálfbært í sinni nautakjötsframleiðslu. „Þar hefur opinber stuðningur gríðarlega mikið að segja.“

Ákveðin gæði í ákveðna bita

Margrét bendir á að eftir að EUROP-kjötmatskerfið var innleitt fái bændur meiri upplýsingar um af hvaða gæðum gripirnir eru sem þeir skili af sér og geti stillt sína bústjórn samkvæmt því. „Eftir að kerfið var tekið upp hefur gæðaflokkunin leitað upp á við. Nú eru fleiri gripir með Angus-erfðaefni að skila sér í sláturhúsin og þá eru gæðin betri. Því hefur orðið meiri stöðuleiki á framboði af kjöti af betri gæðum.“

Nokkuð hefur hins vegar borið á gagnrýni að kjötmatskerfið skili sér ekki í því að markaðurinn geti valið kjöt í ákveðnum flokkum samkvæmt sínum óskum. Margrét bendir á að sláturhúsin vinni kjöt af fyrirfram ákveðnum gæðum mismunandi og í takt við þarfir markaðsins. Varðandi suma bita, eins og nautalund, gefi þyngdin meiri upplýsingar um gæði en heildarmat á skrokknum. Þá þurfi kjötið að vera af ákveðnum gæðum til að fara í ribeye steikur. Enn fremur nefnir Margrét að lambalæri sem rati í E-flokk sé einfaldlega of stórt fyrir smásölu og því yfirleitt úrbeinað.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...