Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Móðurplöntur ræktaðar í útibeðum eða í gróðurhúsi til að tryggja fleiri stiklinga.
Móðurplöntur ræktaðar í útibeðum eða í gróðurhúsi til að tryggja fleiri stiklinga.
Mynd / Aðsend
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu misserum. Aðstaða fyrir ræktun á Hrym frá stiklingum var formlega opnuð fyrir skemmstu og starfsemi hennar kynnt áhugasömum gestum.

Það eru fyrirtækin Hólshlíð og Dalirnir heilla sem standa á bak við verkefnið og þar eru í forsvari þeir Jakob K. Kristjánsson og Franz Jezorski. Jakob segir að með þessu sé markmiðinu náð sem lagt var upp með þegar fyrsti styrkur fékkst úr Frumkvæðisjóði Dala Auðs árið 2023.

Hraðvaxta, beinvaxinn og viðarmikill
Jakob K. Kristjánsson. Mynd / smh

Hrymur er lerkiblendingur af Rússalerki og Evrópulerki og þykir mjög hentugur í skógrækt á Íslandi og segir Jakob K. Kristjánsson, skógarbóndi á Hóli í Hvammssveit, að um einstaklega eftirsóknarverða trjáplöntu sé að ræða. „Hrymur getur bundið gríðarlega mikið kolefni, jafnvel meira en 20 tonn af koltvísýringi á hektara á ári, en hann er hraðvaxta, beinvaxinn og viðarmeiri en aðrar lerkitegundir. Þá vex hann á rýru landi og þolir umhleypingasamt veðurfar eins og algengt er á Suður- og Vesturlandi.

Opna húsið tókst mjög vel og mættu nálægt 20 gestir, áhugasamir um Hrymræktina og mikið spurt um tæknina við þetta.

Ég er búinn að fá afnot af gróðurhúsi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem er staðsett á Keldnaholti, fyrir framhaldsræktunina, svo það gengur ágætlega. Verkefnið hefur gengið samkvæmt áætlun þó afföll hafi verið heldur meiri en ég átti von á, en þetta er jú enn þá á tilraunastigi og stöðugt verið að læra til að bæta tæknina,“ segir Jakob.

Stiklinga- og fræræktun

Hægt er að framleiða Hryms-plöntur, bæði með því að klippa stiklinga af plöntum og rækta plöntur upp frá þeim eða með fræframleiðslu þannig að plönturnar séu ræktaðar upp frá fræi. Nokkrir skógarbændur í Dalabyggð og víðar eru þátttakendur í verkefninu og er hugmyndin að núna strax í vor verði byrjað að byggja upp akra eða stór beð með stiklingamæðrum, til að hægt verði að tryggja nægt framboð af góðum stiklingum næstu árin. Lerki myndar ekki fræ í náttúrulegum íslenskum aðstæðum og því þarf að hafa þær plöntur sem munu framleiða fræin í sérstökum gróðurhúsum þar sem hægt er að stýra aðstæðum vel.

Skógræktin hefur verið stór framleiðandi á Hrym en sú framleiðsla hefur dregist nánast alveg saman, að sögn Jakobs. Það sé hins vegar gríðarleg eftirspurn eftir þessari tegund, á bilinu tvær til þrjár milljónir plantna á hverju ári. Því sé ætlunin að vinna hratt og framleiða mikið á þessu ári. Jakob áætlar að núna í sumar verði hægt að planta út um fimm til tíu þúsund plöntum frá þeim.

Skylt efni: Fræhöll | Hrymur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...