Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Móðurplöntur ræktaðar í útibeðum eða í gróðurhúsi til að tryggja fleiri stiklinga.
Móðurplöntur ræktaðar í útibeðum eða í gróðurhúsi til að tryggja fleiri stiklinga.
Mynd / Aðsend
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu misserum. Aðstaða fyrir ræktun á Hrym frá stiklingum var formlega opnuð fyrir skemmstu og starfsemi hennar kynnt áhugasömum gestum.

Það eru fyrirtækin Hólshlíð og Dalirnir heilla sem standa á bak við verkefnið og þar eru í forsvari þeir Jakob K. Kristjánsson og Franz Jezorski. Jakob segir að með þessu sé markmiðinu náð sem lagt var upp með þegar fyrsti styrkur fékkst úr Frumkvæðisjóði Dala Auðs árið 2023.

Hraðvaxta, beinvaxinn og viðarmikill
Jakob K. Kristjánsson. Mynd / smh

Hrymur er lerkiblendingur af Rússalerki og Evrópulerki og þykir mjög hentugur í skógrækt á Íslandi og segir Jakob K. Kristjánsson, skógarbóndi á Hóli í Hvammssveit, að um einstaklega eftirsóknarverða trjáplöntu sé að ræða. „Hrymur getur bundið gríðarlega mikið kolefni, jafnvel meira en 20 tonn af koltvísýringi á hektara á ári, en hann er hraðvaxta, beinvaxinn og viðarmeiri en aðrar lerkitegundir. Þá vex hann á rýru landi og þolir umhleypingasamt veðurfar eins og algengt er á Suður- og Vesturlandi.

Opna húsið tókst mjög vel og mættu nálægt 20 gestir, áhugasamir um Hrymræktina og mikið spurt um tæknina við þetta.

Ég er búinn að fá afnot af gróðurhúsi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem er staðsett á Keldnaholti, fyrir framhaldsræktunina, svo það gengur ágætlega. Verkefnið hefur gengið samkvæmt áætlun þó afföll hafi verið heldur meiri en ég átti von á, en þetta er jú enn þá á tilraunastigi og stöðugt verið að læra til að bæta tæknina,“ segir Jakob.

Stiklinga- og fræræktun

Hægt er að framleiða Hryms-plöntur, bæði með því að klippa stiklinga af plöntum og rækta plöntur upp frá þeim eða með fræframleiðslu þannig að plönturnar séu ræktaðar upp frá fræi. Nokkrir skógarbændur í Dalabyggð og víðar eru þátttakendur í verkefninu og er hugmyndin að núna strax í vor verði byrjað að byggja upp akra eða stór beð með stiklingamæðrum, til að hægt verði að tryggja nægt framboð af góðum stiklingum næstu árin. Lerki myndar ekki fræ í náttúrulegum íslenskum aðstæðum og því þarf að hafa þær plöntur sem munu framleiða fræin í sérstökum gróðurhúsum þar sem hægt er að stýra aðstæðum vel.

Skógræktin hefur verið stór framleiðandi á Hrym en sú framleiðsla hefur dregist nánast alveg saman, að sögn Jakobs. Það sé hins vegar gríðarleg eftirspurn eftir þessari tegund, á bilinu tvær til þrjár milljónir plantna á hverju ári. Því sé ætlunin að vinna hratt og framleiða mikið á þessu ári. Jakob áætlar að núna í sumar verði hægt að planta út um fimm til tíu þúsund plöntum frá þeim.

Skylt efni: Fræhöll | Hrymur

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f