Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framleiðir heitreykta bleikju og stýrir vörusmiðju BioPol
Mynd / Aðsend
Fréttir 23. október 2020

Framleiðir heitreykta bleikju og stýrir vörusmiðju BioPol

Höfundur: smh

Þórhildur M. Jónsdóttir, sem starfar hjá Kokkhúsi og BioPol, er nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla. Hún var kjörin á stjórnarfundi samtakanna á dögunum. 

Þórhildur er matreiðslumeistari að mennt og hjá Kokkhúsi starfar hún við eigin framleiðslu á heitreyktri Hólableikju með villijurtum. Hjá BioPol, sem er með höfuðstöðvar á Skagaströnd, hefur hún umsjón með vörusmiðju.

Bjartsýn á framtíð samtakanna

Þórhildur segir að nýja hlutverkið leggist vel í sig, hún starfi með fræbæru fólki í stjórninni. „Ég vil bara þakka Karen fyrir gott samstarf og óska henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún er að taka sér fyrir hendur, sem urðu til þess að hún sá sér ekki fært að vera formaður stjórnar áfram. Ég horfi björtum augum á framtíð samtakana, þetta ár hefur verið mjög viðburðaríkt og búið að vinna að mörgum góðum málum. Það er líka okkar starfsmanni, henni Oddnýju, að þakka, hún hefur unnið frábært starf,“ segir Þórhildur.

Nýja stjórn skipa þau Þórhildur M. Jónsdóttir, formaður, Svava Hrönn Guðmundsdóttir frá Sælkerasinnepi Svövu er varaformaður, Ólafur Loftsson frá Súrkál fyrir sælkera er meðstjórnandi, ásamt Þresti Heiðari Erlingssyni frá kjötvinnslunni Birkihlíð og Auði B. Ólafsdóttur frá Pönnukökuvagninum.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð 5. nóvember á síðasta ári. Innan þeirra vébanda eru 90 framleiðendur. Þórhildur segir að þau í stjórninni muni halda áfram að vinna að þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Það eru næg verkefni sem snúa að hagsmunamálum fyrir smáframleiðendur matvæla. Við erum bara rétt byrjuð að snerta yfirborðið í þeim efnum,“ segir hún.

Auk þess að vera matreiðslumeistari er Þórhildur ferðamálafræðingur og hún segir að allt sem snýr að mat, matarupplifun, aðgengi, dreifingu og sóun sé henni hugleikið. „Þetta tengist allt saman, framleiðsla á mat, upplifun og ferðamaðurinn.“

Heitreykt bleikja og BioPol

„Kokkhús kom til árið 2015, þá ákvað ég að setja á markað vöru sem er heitreykt bleikja, ég hafði verið að þróa hana og nota sem forrétt á veitingastað sem ég vann hjá á þeim tíma. Rúmlega ári síðar var auglýst eftir verkefnastjóra í verkefni að byggja upp vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur og mér fannst verkefnið svo spennandi að ég sótti um. Haustið 2017 opnaði Vörusmiðja BioPol þessa flottu aðstöðu. Framleiðendum hefur fjölgað jafn og þétt hjá okkur þessi ár og gríðarlega gaman að vinna með þessum flottu smáframleiðendum,“ segir Þórhildur um forsögu hennar í smáframleiðslu matvæla. 

„Það er svo mikil þróun í gangi í þessum efnum. Það er líka svo ánægjulegt að sjá breytinguna sem hefur orðið á síðustu árum í vöruframboði frá smáframleiðendum matvæla. Þetta eru spennandi tímar í þessum efnum og ánægjulegt að fá að vinna með svona skapandi fólki,“ bætir hún við. 

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...