Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þótt alifuglakjötið hafi komist á toppinn í vinsældum hjá neytendum á síðustu árum, þá er salan á sauðfjárafurðum og svínakjöti ekki ýkja langt á eftir.
Þótt alifuglakjötið hafi komist á toppinn í vinsældum hjá neytendum á síðustu árum, þá er salan á sauðfjárafurðum og svínakjöti ekki ýkja langt á eftir.
Mynd / Bjarni Gunnar Kristinsson
Fréttir 27. ágúst 2015

Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum Búnaðarstofu BÍ sem birtar eru á bls. 16 í Bændablaðinu í dag, þá var kjötframleiðslan á Íslandi frá ágúst 2014 til júlíloka 2015 samtals rúmlega 29.497 tonn. Var það aukning upp á 1,3% á milli ára, eða svipað og söluaukningin milli ára. 
 
Mest var framleitt af kindakjöti, eða rétt rúm 10 þúsund tonn, en þar á eftir kom alifuglakjöt, 8.368 tonn. Svínakjöt var síðan í þriðja sæti með tæplega 6.622 tonn. Eins voru framleidd tæplega 3.340 tonn af nautakjöti og tæplega 1.086 tonn af hrossakjöti. 
 
Meðaltalsaukning á þessu 12 mánaða framleiðslutímabili upp á 1,3% var haldið uppi af aukinni  framleiðslu á alifuglakjöti upp á 5,5% og aukinni framleiðslu á kinda- og svínakjöti upp á tæplega 2% í hvorri grein. Athygli vekur að á sama tíma varð verulegur samdráttur í hrossakjötsframleiðslunni eða sem nemur -12,2% og í nautakjötsframleiðslunni upp á -6,1%.
 
Verkfall skekkti myndina 
 
Ef tekin er staðan síðustu þrjá mánuði var samdrátturinn í hrossa- og nautakjötsframleiðslunni mun meiri, eða -31,2% í hrossakjötinu og -11,3% í nautakjötinu. Það skýrist væntanlega að einhverju leyti af verkfalli dýralækna.
 
Virðist verkfallið einnig hafa haft einhver áhrif á samdrátt í sölu á nautakjöti á sama tímabili upp á -15,1%, á hrossakjöti upp á -2,8% og á alifuglakjöti upp á -2,3%. Á þessu þriggja mánaða tímabili varð aftur á móti umtalsverð söluaukning á svínakjöti sem nam 12,3% og á kindakjöti upp á 6,6%. Þess ber þó að geta að salan á kindakjöti sýnir tölur yfir sölu afurðastöðva til kjötvinnsla og verslana, en ekki endanlega sölu til neytenda. 
 
Um 1,2% aukning í kjötsölunni 
 
Heildarsalan á kjöti á innanlandsmarkaði á tólf mánaða tímabili frá byrjun ágúst 2014 til loka júlí 2015, nam rúmum 24.518 tonnum. Er það söluaukning upp á 1,2% á milli ára. 
 
Er það tæpum 5.000 tonnum minna en heildarframleiðslan á sama tíma, en hluti af þeirri framleiðslu var seldur til útflutnings. 
 
Mest var selt af alifuglakjöti, eða rúmlega 7.976 tonn. Þá komu sauðfjárafurðir með 6.784 tonn og svínakjötssalan nam rúmlega 5.891 tonni. Nautakjötssalan nam rúmu 3.321 tonni og seld voru rúm 545 tonn af hrossakjöti. 
 
Hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti og er hlutdeildin þar 32,5%. Sauðfjárafurðir standa fyrir 27,7%, svínakjöt fyrir 24% og nautakjöt er með 13,5% hlutdeild. Hrossakjötið rekur svo lestina með 2,2% markaðshlutdeild. 

Skylt efni: kjötframleiðsla

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...