Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þótt alifuglakjötið hafi komist á toppinn í vinsældum hjá neytendum á síðustu árum, þá er salan á sauðfjárafurðum og svínakjöti ekki ýkja langt á eftir.
Þótt alifuglakjötið hafi komist á toppinn í vinsældum hjá neytendum á síðustu árum, þá er salan á sauðfjárafurðum og svínakjöti ekki ýkja langt á eftir.
Mynd / Bjarni Gunnar Kristinsson
Fréttir 27. ágúst 2015

Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum Búnaðarstofu BÍ sem birtar eru á bls. 16 í Bændablaðinu í dag, þá var kjötframleiðslan á Íslandi frá ágúst 2014 til júlíloka 2015 samtals rúmlega 29.497 tonn. Var það aukning upp á 1,3% á milli ára, eða svipað og söluaukningin milli ára. 
 
Mest var framleitt af kindakjöti, eða rétt rúm 10 þúsund tonn, en þar á eftir kom alifuglakjöt, 8.368 tonn. Svínakjöt var síðan í þriðja sæti með tæplega 6.622 tonn. Eins voru framleidd tæplega 3.340 tonn af nautakjöti og tæplega 1.086 tonn af hrossakjöti. 
 
Meðaltalsaukning á þessu 12 mánaða framleiðslutímabili upp á 1,3% var haldið uppi af aukinni  framleiðslu á alifuglakjöti upp á 5,5% og aukinni framleiðslu á kinda- og svínakjöti upp á tæplega 2% í hvorri grein. Athygli vekur að á sama tíma varð verulegur samdráttur í hrossakjötsframleiðslunni eða sem nemur -12,2% og í nautakjötsframleiðslunni upp á -6,1%.
 
Verkfall skekkti myndina 
 
Ef tekin er staðan síðustu þrjá mánuði var samdrátturinn í hrossa- og nautakjötsframleiðslunni mun meiri, eða -31,2% í hrossakjötinu og -11,3% í nautakjötinu. Það skýrist væntanlega að einhverju leyti af verkfalli dýralækna.
 
Virðist verkfallið einnig hafa haft einhver áhrif á samdrátt í sölu á nautakjöti á sama tímabili upp á -15,1%, á hrossakjöti upp á -2,8% og á alifuglakjöti upp á -2,3%. Á þessu þriggja mánaða tímabili varð aftur á móti umtalsverð söluaukning á svínakjöti sem nam 12,3% og á kindakjöti upp á 6,6%. Þess ber þó að geta að salan á kindakjöti sýnir tölur yfir sölu afurðastöðva til kjötvinnsla og verslana, en ekki endanlega sölu til neytenda. 
 
Um 1,2% aukning í kjötsölunni 
 
Heildarsalan á kjöti á innanlandsmarkaði á tólf mánaða tímabili frá byrjun ágúst 2014 til loka júlí 2015, nam rúmum 24.518 tonnum. Er það söluaukning upp á 1,2% á milli ára. 
 
Er það tæpum 5.000 tonnum minna en heildarframleiðslan á sama tíma, en hluti af þeirri framleiðslu var seldur til útflutnings. 
 
Mest var selt af alifuglakjöti, eða rúmlega 7.976 tonn. Þá komu sauðfjárafurðir með 6.784 tonn og svínakjötssalan nam rúmlega 5.891 tonni. Nautakjötssalan nam rúmu 3.321 tonni og seld voru rúm 545 tonn af hrossakjöti. 
 
Hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti og er hlutdeildin þar 32,5%. Sauðfjárafurðir standa fyrir 27,7%, svínakjöt fyrir 24% og nautakjöt er með 13,5% hlutdeild. Hrossakjötið rekur svo lestina með 2,2% markaðshlutdeild. 

Skylt efni: kjötframleiðsla

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...